Viðtöl, örfréttir & frumraun
Í kvöld opnar Fiskmarkaðurinn aftur í Aðalstrætinu – Geggjaður nýr matseðill
Fiskmarkaðurinn og Grillmarkaðurinn sameinuðu krafta sína fyrir um þremur mánuðum síðan og Fiskmarkaðurinn flutti inn á Grillmarkaðinn tímabundið. Þessi sameining var t.a.m. gerð vegna ástandsins sem skapaðist af völdum kórónaveirunnar (COVID-19).
Sjá einnig:
Fiskmarkaðurinn flytur inn á Grillmarkaðinn tímabundið – Fiskmarkaðurinn verður að veislusal
Mikið líf er komið í veitingarbransann, tilslökun á fjöldatakmörkum á samkomum innanlands verið gerð, svo fátt eitt sé nefnt.
Fiskmarkaðurinn opnar
Nú er svo komið að því að í kvöld opnar Fiskmarkaðurinn aftur í Aðalstrætinu.
Fiskmarkaðurinn hefur byrjað með happy hour á sushi og kampavíni á milli 18 og 19, þar sem áheyrslan er gerð á léttara umhverfi og hægt er að mæta án þess að vera með tilefni og njóta samverustunda og góðs matar og drykkjar.
Fiskmarkaðurinn býður upp á geggjaðan nýjan matseðil og er tiltölulega frábrugðin en sá sem fyrir var.
Léttir og poppaðir réttir má sjá á matseðlinum sem eru virkilega girnilegir að sjá. Smakkseðillinn er sérlega spennandi kostur, en mælt er með honum sem Hrefna Sætran og Fiskmarkaðsliðið hafa sett saman fyrir gesti sína. Í stað þess að afgreiða diskana hvern fyrir sig þá hafa réttirnir verið útfærðir til þess að hægt sé að deila þeim. Þeir eru bornir á borð nokkrir saman, hver á fætur öðrum á meðan á máltíðinni stendur.
Matseðilinn er hægt að sjá hér að neðan (smellið á myndina til að stækka):
Heimasíða: www.fiskmarkadurinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel17 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana