Frétt
Tíu ísbúðir þurfa að bæta verðmerkingar
Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 30 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu, dagana 23. til 26. júní sl. Samhliða því skoðaði Neytendastofa vefsíður 17 ísbúða til að athuga hvort þar væru veittar upplýsingar um fyrirtækin.
Seljendur verða að birta verð með skýrum og greinargóðum hætti þannig að neytendur viti endanlegt verð vöru og þjónustu fyrir kaup. Þá skal þess gætt á vefsíðum að fram komi upplýsingar um fyrirtækið svo sem kennitala, heimilisfang, netfang, virðisaukaskattsnúmer, hvort fyrirtækið er ehf. eða hf. og starfsleyfi.
Könnun Neytendastofu leiddi í ljós að 20 ísbúðir voru með allar vörur verðmerktar.Í 10 ísbúðum vantaði vermerkingar á einhverjar af þeim vörum sem þær selja. Í flestum tilvikum sem vantaði verðmerkingar var það á gosi, sælgæti eða íspinnum. Þá vantaði upplýsingar um fyrirtækið á öllum vefsíðunum sem skoðaðar voru.
Neytendastofa upplýsti ísbúðirnar í framhaldinu um þær skyldur sem á þeim hvíla og fór fram á úrbætur þar sem þörf var á.
Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum um verðmerkingar til skila í gegnum Mínar síður sem finna má á vefslóðinni www.neytendastofa.is
Mynd: úr safni
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum