Viðtöl, örfréttir & frumraun
Gamla kaupfélagið breytti heildarkonseptinu og er nú matstofa
Gamla kaupfélagið á Akranesi var enduropnað með nýjum áherslum fimmtudaginn 18. júní síðastliðinn.
„Við breyttum heildarkonseptinu og nú er þetta ekki hefðbundinn veitingastaður lengur, heldur matstofa,“
segir Gunnar Hafsteinn Ólafsson, einn af eigendum Gamla kaupfélagsins í samtali við Skessuhorn.
Matstofan er opin alla virka daga frá kl. 11:30-14 og boðið er upp á fimm heita rétti alla daga, einn rétt dagsins, sem breytist milli daga, purusteik, sem er alltaf í boði og þrjá rétti vikunnar, kjúklingarétt vikunnar, vegan rétt vikunnar og fiskrétt vikunnar.
Að auki fylgir öllum réttum súpa dagsins og kaffi.
„Hugmyndin er að þetta sé heimilislegt, notalegt og skemmtilegt. Fólk á að geta komið og borðað hjá okkur þó það taki bara stutt matarhlé. Það á ekki að vera nein bið eftir matnum og þú átt að geta farið inn og út á korteri ef þú kýst,“
segir Gunnar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um breytingarnar hér.
Myndir: facebook / Gamla kaupfélagið
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni21 klukkustund síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati