Frétt
Götubitahátíð Íslands á Miðbakkanum 18 – 19 júlí
Götubitahátíð Íslands (Iceland Street Food Festival) verður haldin á Miðbakkanum í Reykjavík, 18-19 júlí n.k.
Hátíðin mun saman standa af mismunandi söluaðilum þar sem götubiti verður seldur í gámum, matvögnum og tjöldum. Einnig verða, bjórbíllinn, kaffivagn, skemmtanir fyrir börnin, hjólabretta keppni, körfubolta veisla ásamt öðrum nýjungum. Boðið verður uppá lifandi tónlist og önnur frábær skemmtiatriði.
Samhliða hátíðinni þá verður haldin í annað sinn keppnin í “Iceland Street Food Awards” þar sem fjölmargir íslenskir aðilar muna keppa upp titilinn besti “Götubitinn 2020”.
Sjá einnig:
Fish & Chips vagninn og Jömm með áhugaverðustu götubitana – Myndir frá Götubita hátíðinni
Sigurvegarinn mun svo í framhaldi keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri keppni – “European Street Food Awards” sem haldin verður seinna í haust og kynna þar íslenskan götubita.
Sjá einnig:
Jömm keppti á meðal bestu í heimi í European Street Food Awards
Heimsþekktir dómarar innan matvælageirans dæma í keppninni þar ytra og mikill áhugi hjá erlendum blaðamönnum á viðburðinum.
Mynd: Ólafur Sveinn Guðmundsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






