Markaðurinn
Er þitt fyrirtæki tilbúið?
Er þitt fyrirtæki tilbúið til að taka á móti ferðamannastraumnum nú þegar landamærin hafa opnast á ný? Við minnum á hreinlætislausnirnar okkar sem hafa reynst vel í gegnum tíðina. Frábær vörumerki og lausnir sem eru hagkvæmar og tímasparandi, og aðstoða þig með afkastameiri og hraðari þrif.
Við höfum tekið saman úrval af vörum sem virka sem vörn gegn COVID-19 í Vefverslun Garra. Einfaldlega skráðu þig inn í vefverslunina og finndu úrvalið sem hreinlætissérfræðingarnir okkar mæla með undir kynningarlistanum Sóttvarnir gegn COVID-19.
Hafðu samband við söludeild Garra ef þig vantar faglega ráðgjöf í hreinlætismálum.
Saman gegn sóun
Nýjar vörur hafa bæst við og eru á tilboði í Saman gegn sóun í Vefverslun Garra, m.a. Toffee Fudge kökur, Dijon Sinnep, Katrin eldhúsrúllur, Múslí Granola Gold með hnetum og fræjum, Gamaldags rauðkál, Cacao Barry súkkulaði, japanskt majónes, Capfruit ávaxtapúrrur og margt fleira.
Við settum af stað þetta átak þar sem við viljum halda áfram að gera enn betur í umhverfismálum og stuðla að minni sóun í heiminum. Hér er að finna vörur sem eru að hætta í sölu hjá okkur eða eiga lítið eftir af stimpli og fást á niðursettu verði. Við viljum gefa viðskiptavinum okkar færi á því að versla vörur á einstaklega góðu verði sem annars yrði mögulega fargað. Þannig hjálpumst við að og drögum saman úr sóun.
Pappakassar
Garri býðst nú til að taka Garra pappakassa til baka í heilu lagi eftir að þeir hafa þjónað hlutverki sínu. Bílstjórar Garra taka við kössunum og skila þeim aftur til Garra þar sem þeir verða endurnýttir og öðlast þannig nýtt líf.
Hafðu samband við söludeild Garra fyrir nánari upplýsingar eða sendu inn pöntun í Vefverslun Garra – www.garri.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bóndadagurinn nálgast