Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
27 mathús & bar er nýr veitingastaður í Kópavogi
Veitingastaðurinn 27 mathús & bar (20&SJÖ) sem opnaði í mars s.l. hefur fengið góðar viðtökur, en hann er staðsettur við Víkurhvarf 1 í Kópavogi með útsýni yfir Elliðavatn.
Fjölbreyttur matseðill er í boði, þar sem boðið er upp á aðalrétti, smárétti, eftirrétti, grænmetis-, og veganrétti, barnamatseðil og einnig rétti til að taka með (take away). Sjá matseðil hér og grænmetis-, og vegan matseðilinn
hér.
Amerísk áhrif er ríkjandi á matseðlinum, þó einnig má sjá rétti með miðjarðarhafsstíl. Eigendur eru veitingahjónin Arndís Þorgeirsdóttir og Helgi Sverrisson. Helgi er yfirkokkur staðarins.
Á 20&SJÖ er allt kjöt reykt á staðnum í reykofni sem ættaður er frá Tennessee í Bandaríkjunum, pulled pork, rif, pastrami, brisket, lambakjöt svo fátt eitt sé nefnt.
20&SJÖ er staðsett við Víkurhvarf 1 í Kópavogi
Opnunartími er frá klukkan 16:00 og fram eftir kvöldi, en lokað er á mánudögum og þriðjudögum.
Boðið er upp á bröns á laugardögum frá 11:00 til 14:00.
Myndir: facebook / 27 mathús & bar

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni2 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni2 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift