Starfsmannavelta
Öllum starfsmönnum Kristjánsbakarís sagt upp störfum
Þrjátíu og fimm starfsmönnum Kristjánsbakarís á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Kristjánsbakarí var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins.
Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sem á og rekur Kristjánsbakarí, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að uppsagnirnar séu liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. Verið sé að skerpa á hlutum og hagræða, m.a. vegna tekjufalls í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann hafi gert reksturinn mjög þungan.
Vilhjálmur segir að reynt verði að endurráða sem flesta starfsmenn að lokinni endurskipulagningunni.
„Stór liður í þessum aðgerðum er að tryggja starfsemi Kristjánsbakarís á Akureyri.“
segir Vilhjálmur.
Fyrirtækið rekur tvö bakarí á Akureyri. Vilhjálmur segir að auk uppsagnanna fari framleiðsla á vörum undir merkjum Kristjánsbakarís sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu, framvegis fram í Reykjavík.
Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í dag.
Mynd: facebook / Kristjánsbakarí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Frétt4 dagar síðanÓeðlileg lykt og bragð í rúsínum leiðir til innköllunar






