Starfsmannavelta
Öllum starfsmönnum Kristjánsbakarís sagt upp störfum
Þrjátíu og fimm starfsmönnum Kristjánsbakarís á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Kristjánsbakarí var stofnað árið 1912 og er eitt elsta iðnfyrirtæki landsins.
Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, sem á og rekur Kristjánsbakarí, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að uppsagnirnar séu liður í endurskipulagningu fyrirtækisins. Verið sé að skerpa á hlutum og hagræða, m.a. vegna tekjufalls í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hann hafi gert reksturinn mjög þungan.
Vilhjálmur segir að reynt verði að endurráða sem flesta starfsmenn að lokinni endurskipulagningunni.
„Stór liður í þessum aðgerðum er að tryggja starfsemi Kristjánsbakarís á Akureyri.“
segir Vilhjálmur.
Fyrirtækið rekur tvö bakarí á Akureyri. Vilhjálmur segir að auk uppsagnanna fari framleiðsla á vörum undir merkjum Kristjánsbakarís sem seldar eru á höfuðborgarsvæðinu, framvegis fram í Reykjavík.
Nánari umfjöllun er að finna í ViðskiptaMogganum í dag.
Mynd: facebook / Kristjánsbakarí
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana