Frétt
Enginn yfir 130 kílóum fær að gista á hótelinu
Hóteleigendur Beachhotel Sahlenburg í bænum Cuxhaven í Þýskalandi hafa sett þyngdartakmörk á viðskiptavini sína til þess að vernda rándýr húsgögn hótelsins. Enginn yfir 130 kílóum fær að gista á hótelinu, hefur vefmiðillinn The Local eftir eigendunum, sem að ruv.is vekur athygli á.
Hótelstjórinn Angelika Hargesheimer segir í samtali við þýska fjölmiðilinn Buten und Binnen að sígild húsgögn hótelsins séu ekki smíðuð fyrir stórt fólk. Hún kveðst brennd af því að taka á móti þungum gestum, því einn þeirra hafi brotið rúm í einu herbergjanna. Þá ákvað hún að setja nýjar reglur um viðskiptavini hótelsins. Auk þess segir hún stóla hótelsins óþægilega fyrir íturvaxið fólk og sturtuklefana of þrönga.
Á vef Ríkisútvarpsins segir að óljóst er hvort regla hótelsins standist lög. Þýska dagblaðið Bild hefur eftir Sebastian Bickerich, starfsmanni mannréttindaskrifstofu þýska ríkisins, að lög gegn mismunun á fólki með offitu virki aðeins ef offitan er það mikil að hún teljist til fötlunar. Því gæti orðið erfitt fyrir væntanlega viðskiptavini hótelsins að höfða mál gegn því.
Mynd: skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar






