Markaðurinn
Cordon Bleu og skyrkaka á vikutilboði hjá Ásbirni
Að þessu sinni eru það girnileg Cordon Bleu snitsel og freistandi skyrkaka með ástríðuávöxtum sem eru á vikutilboði hjá Ásbirni.
Cordon Bleu snitsel eru úr svínakjöti, í stökkum ekta brauðraspi og fyllt með skinku og Gouda osti. Þau koma frá þýskra framleiðandanum Fleisch-Krone, en allar vörur þeirra eru úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og innihalda því engin aukaefni. Snitselin eru forsteikt og það má djúpsteikja þau, elda í ofni eða á pönnu eftir því hvað hentar. Hvert snitsel vegur 160 grömm og koma þau 40 saman í pakka, alls 6,4 kg. Cordon Bleu er á 25% afslætti þessa vikuna og kostar þá kassinn 10.166, eða 1.588 kr/kg.
Skyrkakan frá Erlenbacher er með mjúku vanilluskyrkremi á ljósum svampbotnum. Skyrkremið inniheldur bragðgóða blöndu af ferskjum og ástríðuávöxtum. Kakan er svo toppuð með ferskum ávaxtabitum og fallega gulum gljáa. Hér er um að ræða sannkallaða ávaxtaveislu! Skyrkakan er forskorin í 15 bita sem hver um sig vegur 117 grömm. Kakan er á 35% afslætti og kostar því aðeins 2.051 kr.
-
Veitingarýni4 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Keppni5 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matvís jólaballið verður 8. desember