Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

ÉTA er nýr veitingastaður í Vestmannaeyjum

Birting:

þann

ÉTA - Veitingastaður í Vestmannaeyjum

Feðgarnir Gísli Matthías Auðunsson og Auðunn Arnar Stefnisson

Framkvæmdir standa yfir á nýjum veitingastað í Vestmannaeyjum sem hefur fengið nafnið ÉTA, en staðurinn er systur staður SLIPPSINS sem er einnig staðsettur í Vestmannaeyjum.

„Við fylgjum að sjálfsögðu fyrirmælum og leiðbeiningum Almannavarna og því ræðst opnun aðallega á því“

segir Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og einn af eigendum, í tilkynningu.

„Við höfum, með pabba í algjöru fararbroti, unnið hörðum höndum í allan vetur að undirbúa þennan stað. Okkar markmið að opna ÉTA er að geta verið með heilsárs-stað í Vestmannaeyjum, eitthvað sem okkur hefur dreymt um lengi.“

ÉTA - Veitingastaður í Vestmannaeyjum - LogoÁ ÉTA verður í boði hágæða-skyndibiti unnin úr góðu hráefni og undirbúið frá grunni á staðnum. Markmið staðarins er að hafa ekki of marga rétti á matseðlinum en þó þannig að allir eiga geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sérstaða veitingastaðarins verða hamborgarar sem eru hakkaðir á staðnum úr sérvöldum vöðvum og djúpsteiktur kryddaður kjúklingur; vængir, leggir og samlokur.

Fleiri réttir verða á seðlinum, nauta mínútusteik, fiskur í orly svo fátt eitt sé nefnt.

Hægt verður að sitja inni og einnig taka með í take-away, en take away kerfið verður á netinu á vefsíðu ÉTA.

Slippurinn mun halda áfram að vera einungis opinn á sumrin en ekki er vitað að svo stöddu hvenær ÉTA mun opna vegna COVID-19 faraldursins.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið