Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Nýr matarvagn/veitingastaður opnar á Akureyri – Ingi matreiðslumaður: „Við verðum með smá fine dining infusion“
Nýr matarvagn lítur dagsins ljós á Akureyri nú á næstunni sem heitir Mosi – streetfood. Vagninn er ekki fullkláraður að utan, en stefnan er að opna í byrjun maí.
Nákvæm dagsetning á opnun og staðsetning á vagninum verður auglýst á facebook síðu Mosi – streetfood, fylgist vel með. Eigendur eru Ingi Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin. Ingi er matreiðslumaður að mennt.
„Við stefnum á að vera með þokkalegan hollan streetfood með smá svona fine dining infusion, en ætlum ekki að missa okkur í pinsettunum og perraskap. Við munum bjóða upp á nánast alla rétti vegeterian líka.“
Sagði Ingi í samtali við veitingageirinn.is. Matseðillinn er ennþá á lokaskrefunum, en eftirfarandi réttir verða t.a.m. á boðstólnum:
Pulled-pork taco, með sýrðu hvítkáli, pikkli og mayo „ponzu“.
Dirty franskar, heimagerðar franskar með cheddarsósu, beikoni og vorlauk.
Bbq quesadilla með djúpsteiktum kjúkling og salsa.
Djúpsteikt Burek með grískujógúrti.
Marokkóskur kjúklingur á naanbrauði með eplachutney og japönsku mayo.
Sticky brokkoli „wings“ með pikkluðum chilli og chilli mayo.
Myndir: facebook / Mosi – streetfood.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita