Vertu memm

Markaðurinn

Ný vara hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna – Rósasalat

Birting:

þann

Rósasalat

Rósasalat, betur þekkt sem Smjörsalat ( okkur hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna fannst bara Rósasalat miklu fallegra nafn og drögum nafnið af útliti þess þar sem lögum blaðana og myndun salathöfuðsins svipar mjög til rósarknúps).

Rósasalat nefnist á latnesku Lactuca var. capitata einnig betur þekkt sem Butter leaf lettuce á ensku. Þetta fallega og bragðgóða salat hentar mjög vel á hamborgarann eða samlokuna og að sjálfsögðu í salatskálina með öðru grænmeti.

Það eru hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir á garðyrkjustöðinni Hveratún í Laugarási sem rækta þetta fallega Rósasalat.

Magnús og Sigurlaug

Í Laugarási stendur garðyrkjustöðin Hveratún. Þar stunda hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir grænmetisrækt. Magnús ólst upp í Hveratúni en foreldrar hans, Skúli Magnússon og Guðný Pálsdóttir, hófu ræktun þar árið 1946. Hann segir það hafa legið beinast við að hann tæki við af foreldrum sínum, yngstur í systkinahópnum. Þau Sigurlaug urðu meðeigendur í garðyrkjustöðinni árið 1983 og tóku svo alveg við árið 2004.

Skúli Magnússon og Guðný Pálsdóttir

Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir

Vöruflokkarnir frá Hveratúni eru meðal annars klettasalat, íssalat, Grandsalat og steinselja. Magnús og Sigurlaug stunda vatnsrækt en þá vex grænmetið í fjótandi næringarlausn í gróðurhúsunum. Jarðhiti er á svæðinu og eru gróðurhúsin sex hituð upp með hveravatni.  Notaðar eru lífrænar varnir en þá eru náttúrulegir óvinir þeirra óværa sem geta komið upp notaðir til að útrýma þeim.

Grænmetið í Hveratúni er tekið upp með höndunum og fer beint til neytenda sama dag og því er pakkað.  Fjölskyldan vinnur saman að garðyrkjunni og á sumrin bætist við starfsfólk.

Sjá nánar heimasíðu Hveratúns www.hveratun.is

Heimasíða SFG: www.islenskt.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið