Markaðurinn
Ný vara hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna – Rósasalat
Rósasalat, betur þekkt sem Smjörsalat ( okkur hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna fannst bara Rósasalat miklu fallegra nafn og drögum nafnið af útliti þess þar sem lögum blaðana og myndun salathöfuðsins svipar mjög til rósarknúps).
Rósasalat nefnist á latnesku Lactuca var. capitata einnig betur þekkt sem Butter leaf lettuce á ensku. Þetta fallega og bragðgóða salat hentar mjög vel á hamborgarann eða samlokuna og að sjálfsögðu í salatskálina með öðru grænmeti.
Það eru hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir á garðyrkjustöðinni Hveratún í Laugarási sem rækta þetta fallega Rósasalat.
Magnús og Sigurlaug
Í Laugarási stendur garðyrkjustöðin Hveratún. Þar stunda hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir grænmetisrækt. Magnús ólst upp í Hveratúni en foreldrar hans, Skúli Magnússon og Guðný Pálsdóttir, hófu ræktun þar árið 1946. Hann segir það hafa legið beinast við að hann tæki við af foreldrum sínum, yngstur í systkinahópnum. Þau Sigurlaug urðu meðeigendur í garðyrkjustöðinni árið 1983 og tóku svo alveg við árið 2004.
Vöruflokkarnir frá Hveratúni eru meðal annars klettasalat, íssalat, Grandsalat og steinselja. Magnús og Sigurlaug stunda vatnsrækt en þá vex grænmetið í fjótandi næringarlausn í gróðurhúsunum. Jarðhiti er á svæðinu og eru gróðurhúsin sex hituð upp með hveravatni. Notaðar eru lífrænar varnir en þá eru náttúrulegir óvinir þeirra óværa sem geta komið upp notaðir til að útrýma þeim.
Grænmetið í Hveratúni er tekið upp með höndunum og fer beint til neytenda sama dag og því er pakkað. Fjölskyldan vinnur saman að garðyrkjunni og á sumrin bætist við starfsfólk.
Sjá nánar heimasíðu Hveratúns www.hveratun.is
Heimasíða SFG: www.islenskt.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var