Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kjarnafæði gefur matvælabraut VMA hraðkæli
Óhætt er að segja að fjölmörg fyrirtæki hugsi hlýlega til skólastarfs í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA) og sýni skólanum í verki stuðning með margvíslegum hætti.
Slíkt er ómetanlegt og hjálpar skólanum, eins og hann vill og kappkostar, að vera í fremstu röð. Mikilvægur þáttur í starfi verknámsskóla eins og VMA er að vera vel tækjum búinn og þar stendur hnífurinn oft í kúnni því mörg tæki á verknámsbrautunum kosta mikla peninga en fjárheimildir til tækjakaupa eru hins vegar þröngar.
Mýmörg dæmi eru um að atvinnulífið hafi hlaupið undir bagga og gert VMA kleift að fá ýmsan tækjabúnað til kennslu sem ekki hefði verið mögulegt fyrir skólann að kaupa.
Nýjasta dæmið er hraðkælir – stundum kallaður sjokker – sem hefur lengi vantað í eldhúsið á matvælabraut VMA. Júlía Skarphéðinsdóttir, formaður Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi, gekk í málið og setti upp áætlun um að safna fjármunum frá mörgum fyrirtækjum til þess að fjármagnað kaupin á hraðkælinum.
Hún hafði fyrst samband við Kjarnafæði og þurfti ekki að leita lengra því Kjarnafæði ákvað að kaupa kælinn og færa matvælabraut VMA hann að gjöf.
Rúnar Ingi Guðjónsson, gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði, afhenti Benedikt Barðasyni skólameistara, fyrir hönd VMA, hraðkælinn.
Þetta er afar höfðinglegur stuðningur Kjarnafæðis við skólann og margoft áður hefur fyrirtækið verið matvælabrautinni sterkur bakhjarl. Fyrir hraðkælinn og allan stuðning Kjarnafæðis við skólastarfið vill Verkmenntaskólinn koma á framfæri einlægum þökkum til eigenda og stjórnenda fyrirtækisins.
Myndir: vma.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður