Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hefur þú prófað djúpsteiktan sviðakjamma „Orly“?
„Þið verðið að prófa þetta einhvern tímann. Djúpsteiktur sviðakjammi „Orly“. Rófustappa, kartöflumús og Béarnaise.“
Svona hefst facebook færsla sem að Magnús Þórisson matreiðslumeistari skrifar, þar sem hann kastar fram mjög frumlegri samsetningu á einum þjóðlegasta rétti Íslendinga.
Við færsluna skapaðist mikil umræða og vakti hún skemmtileg viðbrögð netverja:
- „Þetta er veislumatur. Spurning að henda honum í rasp næst?“
- „Þetta verður klárlega prófað!“
- „Hver fékk þessa trylltu hugmynd? Þetta hlýtur að vera gott.“
„Ég er búinn að vera að vinna með heit svið, franskar og Béarnaise í langan tíma og það er algjörlega geggjað. Vildi fara með þennan disk á næsta level og ákvað að djúpsteikja nýsoðin sviðahaus í Orly deigi. Comboið með rófustöppu og Bearneaise tók þetta ennþá lengra. Pínulítið sæt-salt bragð deiginu sem tók þetta alla leið“
Sagði Magnús í samtali við veitingageirinn.is aðspurður út í þessa samsetningu.
Magnús Þórisson er eigandi veitingastaðarins Rétturinn í Reykjanesbæ sem býður upp á ljúffengan heimilismat í hádeginu.
Verður þessi útfærsla af sviði í boði á Réttinum?
„Við bjóðum reglulega uppá heit svið þannig að það er ekki mikið vandamál að skella haus í Orly ef einhver biður um“
Sagði Magnús hress að lokum.
Myndir: úr einkasafni / Magnús Þórisson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum