Starfsmannavelta
Vill selja Brauðgerð Ólafsvíkur vegna erfiðs rekstrar
Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari í Ólafsvík, sem rekið hefur Brauðgerð Ólafsvíkur undanfarinn áratug en starfað þar í fjóra áratugi. Hann hefur nú ákveðið að selja brauðgerðina vegna erfiðs rekstrar.
Fyrirtækið hvílir á gömlum merg, var stofnað árið 1951. Í samtali við Skessuhorn segir Jón Þór að hann hafi nýlega sagt öllu starfsfólki sínu upp og er nú einn að vinna.
„Ég ætla að halda áfram þangað til ég get selt þar sem það kostar að reka þetta húsnæði. Ég ætla að halda áfram á meðan heilsan leyfir en það tekur alltaf einhvern tíma að selja svona fyrirtæki. Aðal ástæðan fyrir því að vilja selja er heilsuleysi okkar hjónanna og minnkandi sala sem rekja má til aukinnar samkeppni við stóru bakaríin og innfluttar brauðvörur.
Ef þú horfir í hillurnar í búðunum sérð þú að við erum bara með lítið horn þar og hillurnar fullar af innfluttum og aðfluttum brauðvörum. Þá er ekki hægt að líta framhjá því að orkukostnaður hefur hækkað mikið og ekki síður hefur orðið gríðarleg hækkun launatengdra gjalda. Þetta leggst allt á eitt að gerir reksturinn erfiðari.“
Segir Jón Þór í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um sölu á bakaríinu hér.
Mynd: skjáskot af google korti

-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag