Vertu memm

Starfsmannavelta

Kaffi Emil lokar

Birting:

þann

Kaffi Emil í Grundarfirði

Síðasti opnunardagur Kaffi Emils í Grundarfirði verður næstkomandi föstudag, 25. október. Undanfarin þrjú og hálft ár hafa mæðgurnar Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Fanney Grétarsdóttir átt veg og vanda að rekstri kaffihússins, með aðstoð eiginmanna sinna, þeirra Grétars Höskuldssonar og Markúsar Inga Karlssonar.

Olga sagði í samtali við Skessuhorn.is að nú hefðu þrjú af fjórum snúið sér að öðrum verkefnum. Hún hafi rekið kaffihúsið áfram undanfarin misseri en tekið ákvörðun um að föstudagurinn 25. október yrði síðasti dagurinn sem opið verður á Kaffi Emil.

Kaffi Emil í Grundarfirði

Á kaffihúsinu var boðið upp á tertur, íslenskar hnallþórur, flatkökur með hangikjöti, ýmsa smárétti, reyktan lax, Quiche, salöt, tapasrétti, kaffidrykki og margt fleira

Myndir: facebook / Kaffi Emil

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið