Keppni
Siggi Strarup og Egill frá MB Taqueria sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi – Myndir og vídeó frá keppninni

Siggi Strarup Sigurðusson og Egill Pietro Gíslason frá MB Taqueria sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi.
Á fimmtudaginn s.l. var haldin heldur betur öðruvísi barþjónakeppni á Kaffibarnum, en það var Fernet Branca Barback games. Nær allar barþjónakeppni sem haldnar hafa, eru með það að markmiði að finna hina fullkomnu uppskrift. Þessi keppni tekur hins vegar á hinum verkefnunum sem að viðskiptavinurinn tekur ekki alltaf eftir á veitingastöðunum og eru klárlega á meðal mikilvægustu verkefna veitingastaða.
Í keppninni þarf að hlaupa með bakka, græja klaka, hlaupa með bjórkúta, fylla á kælana og auðvitað allt á methraða.
Virkilega skemmtileg keppni þar sem fjölmargir veitingastaðir víðsvegar af landinu kepptu. Til úrslita kepptu Bastard og MB Taqueria og var hart barist um fyrsta sætið. Það voru síðan þeir Siggi Strarup Sigurðusson og Egill Pietro Gíslason frá MB Taqueria sem sigruðu í fyrstu Fernet Branca Barback keppnina á Íslandi.
Þeir félagar fara í byrjun október að keppa fyrir Íslands hönd á International Fernet Branca barback keppninni í Berlín og ætla sér stóra hluti í keppninni þar í landi.
Vídeó
Myndir
Myndir og vídeó: Ómar Vilhelmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri








































