Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
RIF í Hafnarfirði: 12.000 gestir á 2 mánuðum
Að sögn Ævars hafa viðtökurnar farið fram úr björtustu vonum, en hann er yfirkokkur á nýja veitingastaðnum RIF í Hafnarfirði sem opnaði í júlí s.l., en staðurinn er staðsettur á 2. hæð í Firði verslunarmiðstöð.
Sjá einnig: RiF er nýr veitingastaður í Hafnarfirði
„Þetta hefur gengið alveg gríðarlega vel og það er í raun alltaf fullur staður hjá okkur. Frá því að við opnum á daginn og allt þar til við lokum er fullur salur af fólki,“
segir Ævar í samtali við Morgunblaðið.
Ævar hefur mikla reynslu af rekstri veitingahúsa hér á landi, en hann starfaði áður sem rekstrarstjóri TGI Friday’s í Smáralindinni í mörg ár ásamt því að setja veitingastaðinn Olsen Olsen á laggirnar. Aðspurður segist hann ekki vilja ræða fyrri störf heldur fremur einbeita sér að því sem framundan er. Staðurinn tekur 81 í sæti, en það sem af er hafa ríflega 12.000 manns snætt á RIF, að því er fram kemur í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.
Mynd: facebook / RIF restaurant
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar1 dagur síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






