Vín, drykkir og keppni
Bjórhátíð Samtaka Íslenskra Handverksbrugghúsa á Bryggjunni Brugghús
![Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2019/08/samtok-handverksbrugghusa-1024x576.jpg)
Um Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa.
Í febrúar 2018 komu eigendur íslenskra handverksbrugghúsa saman og stofnuðu Samtök íslenskra handverksbrugghúsa, á ensku Independent Craft Brewers of Iceland. Samtök þessi eru hagsmunasamtök smærri áfengisframleiðanda á Íslandi, sem gerja og framleiða áfengi í eigin framleiðslutækjum.
Samtök Íslenskra Handverksbrugghúsa halda sína aðra bjór og brugghátíð í samstarfi við Bryggjuna Brugghús á Menningarnótt sem haldin verður 24. ágúst næstkomandi klukkan 13:00. Hátíðin fer fram úti á bryggjunni og taka 16 handverksbrugghús þátt í þetta sinn og kynna sig og sínar vörur fyrir gestum og gangandi.
Sjá einnig: Fyrsta bjórhátíð Samtaka Íslenskra Handverksbrugghúsa
Frítt er inn á hátíðina og gefst gestum tækifæri á að versla beint af hverju brugghúsi en auk þess verður hægt að kaupa klippikort í takmörkuðu upplagi og með því fylgir sérmerkt glas. Klippikortið veitir frítt smakk frá hverju brugghúsi. Það fæst hérna.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný