Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hornið fagnar 40 ára afmæli | Jakob: „Þakklátur öllu góða starfsfólkinu og frábæru gestunum…“
Veitingastaðurinn Hornið við Hafnarstræti 15 fagnar 40 ára afmæli sínu í dag en staðurinn var fyrst opnaður 23. júlí árið 1979.
Jakob H Magnússon matreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Hornsins skrifar hjartnæma færslu á facebook í tilefni 40 ára afmæli Hornsins og er birt hér með góðfúslegu leyfi hans:
„Í dag 23 júlí eru 40 ár síðan ég og Guðni frændi opnuðum dyr Hornsins fyrir gesti. Þessi mynd er frá þeim opnunardegi fyrir 40 árum. Þarna er ég, Guðni, Vallý mín elskulega og Steina hans Guðna. Viðar Aðalsteinsson dáleiðari er að þjóna okkur. Er ótrúlega þakklátur fyrir þessi skemmtilegu og góðu ár.
Þakklátur öllu góða starfsfólkinu og frábæru gestunum sem hafa komið á Hornið. Vallý mín elskulega hefur verið minn styrkur og fjölskyldan öll, ástarþakkir fyrir það. Það er opið hús á Horninu í dag og ykkur er öllum boðið að líta við. Svo geri ég orð Ringo Starr að mínum og segi peace and love til allra.“

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars