Vertu memm

Freisting

Veitingamaður kærður fyrir brot gegn Iðnaðarlögum

Birting:

þann

Þann 18. júní sl. var veitingamaður sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í kjölfar kæru MATVÍS á hendur honum, fyrir brot gegn Iðnaðarlögum nr. 42/1978, með því að hafa fyrir hönd veitingastaðar sem hann var í forsvari fyrir, tekið nemanda til verklegs náms í matreiðslu enda þótt hann eða fyrirtækið hafi ekki tilskilin réttindi til þess.

Ekki er vitað til þess að einstaklingar eða fyrirtæki hafi áður verið sakfelld fyrir samskonar brot og niðurstaðan því fyrir margar sakir merkileg, enda fordæmislaus.

Forsaga málsins er sú að ung kona leitaði atbeina MATVÍS við að innheimta vangreidd laun nefnds veitingastaðar auk þess að til að kanna réttarstöðu sína í ljósi þeirrar staðreyndar að hún taldi sig hafa verið á löglegum nemasamning til verklegs náms hjá veitingastaðnum í þann tíma er hún starfaði þar.

MATVÍS tók þá ákvörðun að kæra málið til lögreglu enda fer hún með sérrefsimál þau er tengjast broti á Iðnaðarlögunum. Í kjölfar kæru MATVÍS gaf Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru á hendur nefndum veitingamanni og það ferli endaði með sakfellingu Héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. júní sl. þar sem ákærða var ákvörðuð refsing sektargreiðsla að fjárhæð kr. 400.000.- til ríkissjóðs.

Niðurstaða Héraðsdóms er byggð á því að ekki þurfi endilega að koma til formlegur gerningur svo að einstaklingur teljist hafa verið tekinn til verklegs náms í samhengi refsiákvæða Iðnaðarlaganna. Svo fremi sem einstaklingur getur staðið í þeirri trú að hann sé á nemasamning, er mögulegt að brotið hafi verið gegn Iðnaðarlögum enda bendi sönnunargögn málsins til þess að hinn brotlegi hafi viðhaldið þeirri villu nemans að í gildi sé samningur um verklegt nám.

Dómurinn byggði í máli þessu á vitnaskýrslum sem bentu eindregið til þess ásetningur hins ákærða hafi verið að halda ungu konunni í þeirri trú að hún væri á löglegum nemasamning.

Jafnframt byggði dómurinn á framlögðum launaseðlum sem bentu til þess að nemalaun hafi verið greidd, en talsverður munur er á nemalaunum og lögbundnum lágmarkslaunum ófaglærðs.

Dóminn í heild sinni má nálgast hér.

Greint frá á Matvis.is

/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið