Frétt
Endurnýjun og umbætur í eldhúsi og matsölum Landspítala
Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir í eldhúsi og matsölum Landspítala undanfarna mánuði. Starfsfólk eldhússins hefur ekki farið í varhluta af óhjákvæmilegu raskinu og sýnt mikla þolinmæði gagnvart mjög krefjandi vinnuaðstæðum.
Skrunið niður til að horfa á myndband.
Sigrún Hallgrímsdóttir deildarstjóri og Elísabet Katrín Friðriksdóttir, rekstrarstjóri framleiðslueldhús og uppþvottar, segja hérna frá framkvæmdunum í bakvinnslunni og því sem framundan er út á við, en mikil yfirhalning á matsölum með svokölluðu ELMA-verkefni stendur nú fyrir dyrum.
Meðal verkefna að tjaldabaki í eldhúsinu má nefna endurnýjun á uppþvottarými þar sem rafmagnsuppþvottavél tók við af gufuknúinni. Einnig var tekin vagnaþvottavél í notkun, sem er mikið öryggisatriði, ásamt því sem gufupottum var skipt út fyrir rafmagnspotta og mun betri förgun og meðferð er nú á lífrænum úrgangi.
ELMA snýst fyrst og fremst um að þjónusta starfsfólk betur hvað snertir mat og felur í sér margvíslegar umbætur. Til dæmis sjálfsskömmtun í stærri sölunum og þróun þjónustu í minni sölum. Opnunartími verður rýmkaður og vöruframboðið bætt. Enn fremur verður í auknum mæli hugað að því að bjóða gestum á sjúkrahúsinu upp á þjónustu í matsölum.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar






