Keppni
Verðlaunavín Gyllta Glasið 2019 – Fyrri partur
Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2019 sem var haldin í 15 sinn undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr. til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin sem þeir lögðu til í þessa keppni.
Ákveðið var að hafa smökkin tvisvar á ári og nú í fyrra skiptið voruð það vín frá suður við miðbaug þ.e.a.s frá löndum þar sem uppskeran er febrúar-apríl, lönd eins og Ástralía, Nýja Sjáland, Suður Afríka, Suður Ameríka o.fl. Í haust verður svo tekið fyrir Evrópa og norður Ameríka.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Icelandair Hotel Natura 26. maí sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir þátttökuna í þetta mjög svo krefjandi verkefni.
Alls voru það um 20 manns sem blindsmökkuðu og dæmdu vínin samkvæmt Parker skala. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert, svo má alls ekki gleyma Icelandair Hotel Natura fyrir þeirra hlut að útvega okkur fyrsta flokks aðstöðu og þjónustu með frábærum veitingum.
5 hvítvín, 10 rauðvín hlutu Gyllta glasið 2019 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
Trivento Golden Reserve Chardonnay 2017
Villa Maria Organic Sauvignon Blanc Cellar Selection 2017
Catena Alta Chardonnay 2014
Omaka Reserve Chardonnay 2016
Marques de Casa Concha Chardonnay 2017
Rauðvín:
Montes Alpha Carmenére 2017
Peter Lehmann Portrait Cabernet Sauvignon 2016
Peter Lehmann The Barossan Shiraz 2017
Peter Lehmann Portrait Shiraz 2017
Trivento Golden Reserve Malbec 2017
Vinyes Ocults Malbec 2016
Masi Corbec Corvina, Malbec 2015
Down Under Shiraz Cabernet Sauvignon Organic 2017
Trapiche Gran Medalla Malbec 2015
Cantena Malbec 2016
Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.
f.h. Vínþjónasamtaka Íslands
Tolli
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni