Frétt
Matgæðingar frá Norðurlöndunum streyma á Embluverðlaunin
Embluverðlaunin, norrænu matarverðlaunin, verða veitt á morgun laugardaginn 1. júní í Hörpu í Reykjavík. Þau eru samstarfsverkefni allra bændasamtaka á Norðurlöndunum og haldin á tveggja ára fresti. Markmið þeirra er að upphefja norræna matarmenningu og vekja athygli á fólkinu sem býr til matinn okkar og lifir og hrærist í matvælageiranum.
Íslendingar tefla fram sjö fulltrúum til Embluverðlaunanna í ár en alls eru 48 tilnefndir frá öllum Norðurlöndunum í sjö flokkum. Um 130 erlendir gestir eru væntanlegir til Reykjavíkur í tengslum við Embluverðlaunin en þeir munu meðal annars kynna sér íslenskan landbúnað og deila þekkingu og reynslu sín á milli. Meðal þeirra sem eru tilnefndir er danska matargoðsögnin Claus Meyer, sem var meðal stofnenda veitingastaðarins Noma í Kaupmannahöfn, og fjöldi norrænna bænda og frumkvöðla sem framleiða spennandi matvörur.
Tilnefndir frá Íslandi eru bændurnir á Erpsstöðum í Dölum og frá Vogabúinu í Mývatnssveit, Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður, fyrirtækið Matartíminn, veitingadeild IKEA, Hákon Kjalar Herdísarson í Traustholtshólma og Íslensk hollusta.
Embluverðlaunin eru haldin í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina og Norrænu kokkahreyfinguna, NKF, en sú síðarnefnda heldur ársþing sitt í Reykjavík á sama tíma.
Sjá einnig hér: Norrænt þing matreiðslumeistara á næsta leiti
Dagskrá
Margskonar dagskrá er í kringum báða viðburðina, svo sem kokkakeppnir og fyrirlestrar um mat. Eliza Reid forsetafrú mun stjórna málstofu um konur í veitingageiranum og færeyskir fyrirlesarar munu kynna matarferðamennsku í sínu heimalandi.
Nánari upplýsingar um þau sem eru tilnefnd til Embluverðlaunanna má nálgast á vefsíðunni www.emblafoodawards.com

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun