Frétt
Mikilvægur áfangi í fríverslun við Kína
Utanríkisráðherra Íslands og Tollamálaráðherra Kína undirrituðu í dag samninga um frekari fríverslun við Kína hjá Matvælastofnun á Selfossi. Matvælastofnun hefur unnið að samningsgerðinni undanfarin fjögur ár með það að markmiði að opna markaði fyrir íslenskar afurðir. Samningarnir gera framleiðendum kleift að flytja út íslenskar fiskeldisafurðir, fiskimjöl, lýsi og ull til Kína.
Í undirritun þriggja nýrra bókana við fríverslunarsamning Íslands og Kína felst viðurkenning á heilbrigðiskröfum fyrir ofangreindar afurðir. Samið var um skilyrði til útflutnings á lambakjöti til Kína í haust.
Samningarnir eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Útflutningur er háður skilyrðum þarlendra yfirvalda og heilbrigðisvottorði frá Matvælastofnun.Mynd: mast.is
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta12 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði