Frétt
Mikilvægur áfangi í fríverslun við Kína
Utanríkisráðherra Íslands og Tollamálaráðherra Kína undirrituðu í dag samninga um frekari fríverslun við Kína hjá Matvælastofnun á Selfossi. Matvælastofnun hefur unnið að samningsgerðinni undanfarin fjögur ár með það að markmiði að opna markaði fyrir íslenskar afurðir. Samningarnir gera framleiðendum kleift að flytja út íslenskar fiskeldisafurðir, fiskimjöl, lýsi og ull til Kína.
Í undirritun þriggja nýrra bókana við fríverslunarsamning Íslands og Kína felst viðurkenning á heilbrigðiskröfum fyrir ofangreindar afurðir. Samið var um skilyrði til útflutnings á lambakjöti til Kína í haust.
Samningarnir eru afrakstur samstarfs Matvælastofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins við yfirvöld tolla- og dýraheilbrigðismála í Kína. Útflutningur er háður skilyrðum þarlendra yfirvalda og heilbrigðisvottorði frá Matvælastofnun.Mynd: mast.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn1 dagur síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni1 dagur síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn4 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






