Freisting
Húsfreyjan snaraði upp forréttarborði með réttum úr bleikju og lambi
Við félagarnir undirritaður og Sigurvin héldum enn og aftur á vit ævintýra og hér kemur lýsingin á þessari ferð.
Lögðum af stað úr bænun um 10 leitið og för okkar heitið í austur átt, fyrsta stopp var á Selfossi, en þar rekur Guðmundur Erlendsson söluvagn beint á móti þegar komið er yfir Ölfusárbrú, við vorum það snemma í því að hann var ekki með neitt tilbúið var nýmættur og að byrja að gera klárt fyrir hádegið, eftir að hafa spjallað við hann góða stund kvöddum við og héldum för okkar áfram.
Næst stoppuðum við á Hvolsvelli í Hlíðarenda en þar voru birgðir af bensíni endurnýjaðar og tekið stutt spjall við rekstrastjóra staðarins, honum Guðmundi Elíassyni en gamli vann með honum hjá KÁ þegar það fyrirtæki var og hét, kvatt og haldið áfram.
Næst stoppuðum við á Kirkjubæjarklaustri þá tók að hitna í kolunum, fórum beint á hótelið og inn, rakst þar á hótelstjórann og spurði hvort ekki væri hægt að fá eitthvað að borða, komu smá svipur á hann og sagði það er eiginlega lokað en farðu inn og talaðu við kokkinn sem og ég gerði, hans svar var að hann hefði ekkert hráefni í húsinu og vanti þjón, þá rann það upp fyrir mér að ég var að tala við einn af svokölluðum snillingum sem geta ekki gert handtak nema hafa her manns til að gera allt saman, ég get sagt ykkur að í minni sveit var þetta kallað leti. Ég vil taka fram að um morguninn hafði ég farið inn á heimasíðu hótelsins og þar ekki minnst einu orði á að veitingadeildinn væri lokuð þetta hádegi og hvergi á hótelinu var gefið til kynna að svo væri.
Hrökkluðust við út í Skaftárskála og pöntuðum okkur fisk og súpu, súpan var virkilega góð svona gamaldags hótelsúpa svo kom fiskurinn og þá hrundi ánægjan aftur niður í núll, þetta var ekki fiskur í raspi heldur fylltur raspur með fiski og er ég spurði afgreiðslukonuna hvaðan þessi óværa kæmi sagði hún Dalvík. Fórum við fljótt af stað og áfram var haldið í austurátt.
Næsta stopp var Hali í Suðursveit en þar vorum við með bókaða gistingu. Nokkrum dögum áður er ég hafði bókað gistinguna hjá húsfreyjunni henni Þorbjörgu hafði ég spurt hana hvort möguleiki væri að fá að smakka á þeim vörum sem þau framleiða, en þau stunda bæði sauðfjárbúskap og bleikjueldi og svarið var við finnum út úr því.
Og nú vorum við komnir á svæðið í brjáluðu veðri svo vart var hundi út sigandi, en samt þurfti gamli að fara út og ná í lyklana og varð holdvotur fyrir vikið, komum okkur fyrir í herbergjunum og tókum smá lúr.
Um sexleitið vorum við mættir í veitingasal Þorbergseturs, en safnið er á Hala á móti okkur tók hún Þorbjörg húsfreyja og bauð okkur að skoða safnið áður en sest yrði að borðum. Og er við komum um klukkutíma síðar inn í veitingasalinn féllust okkur hendur, á meðan við höfðum skoðað safnið hafði húsfreyjan snarað upp forréttarborði með réttum úr bleikju og lambi og tilkynnir okkur að við verðum 7 manns við borðið 2 fræðimenn sem séu við ransóknarvinnu á setrinu og heimilisfólkið.
Hófst svo borðhaldið og þvílíkar kræsingar hvert öðru betra og með jöfnu millibili bætti húsfreyjan við réttum og alltaf náði hún að koma manni á óvart og í desert bauð hún upp á uppáhald sitt, ís og ávextir og var það bara þrælgott, sátum við töluverða stund eftir matinn þar sem umræðuefnið við borðið var skemmtilegt og fræðandi, fór svo að lokum að við drógum okkur í hlé, kvöddum og héldum til herbergja okkar horfðum á hvorn annan og hugsuðu örugglega sömu hugsun skrítinn dagur sem endaði með þvílíkri ánægju að hálfa væri nóg, beint í Disney.
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu