Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Hver er maðurinn? Fannar: „…tvær konur fóru bókstaflega að gráta af því að maturinn var svo góður…“

Birting:

þann

Fannar Vernharðsson

Fannar Vernharðsson

Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.

Almar skoraði á Fannar að taka við keflinu og eru hér svörin hans.

Fannar Vernharðsson

Fannar Vernharðsson

Fullt nafn?
Fannar Vernharðsson

Fæðingardagur og ár?
2. okt. 1981

Áhugamál:
Veiði, matur, jiu jitsu, bjór, mma og fluguhnýtingar.

Maki og Börn?
Sigrún Ingvarsdóttir ljósmóðir.
Kristján Víðir 10, Anna Sigrún 6, Aron Fannar 6 mánaða.

Hvar lærðir þú?
Gamla Apótekinu hjá Guffa, matreiðsla.

Starf:
Yfirkokkur á Mathúsi Gbr.

Hver er uppáhalds íslenski veitingastaðurinn þinn?
Bæjarins bestu og Grillið.

Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Nýútskrifaður gaf ég óvart konu með eggjaofnæmi mæjones, það var ekki fallegt, var lítill í mér lengi á eftir.

Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Justin Bieber.. nei djók, frægt fólk er ömurlegt. Ég spái ekkert í því. Bara skemmtilegast að elda fyrir fólk sem fílar matinn þinn, það sem mér dettur kannski helst í hug er þegar 2 eldri konur í pop up í Finnlandi fóru bókstaflega að gráta af því að maturinn var svo góður, hafði mjög gaman af því.

Hver er erfiðasti réttur sem þú hefur eldað:
Það er ekki neitt sérstakur réttur endilega. Dettur kannski helst í hug þegar ég fékk gestakokk á Food and fun sem var nýkominn frá Bocuse d’or og hann bara skellti bocuse seðlinum á okkur, ekkert nema flækjustig og vesen.
Maggi Þorri eyddi t.d. allri vikunni inná frysti að gera krókettur, vorum örugglega 15 manns á vaktinni en samt unnið myrkranna á milli og á skítafloti.

Hver er skrítnasta fyrirspurn sem þú hefur fengið inní eldhús:
Þjónninn kom til mín og sagði að það væri kona með ofnæmi fyrir mæjónesi en egg og olía væri í lagi, ég náttúrulega benti þjóninum á fáfræði sína að mæjónes væri beisikklý egg og olía. Eftir smá rökræður fer ég og spjalla við kúnnann sem staðfesti þetta en hún gat ekki gefið neina útskýringu á þessu samt, finnst pínu enn þann dag í dag að hún hafi verið að fokka í mér.

Hefur þú sett þér eitthvað markmið fyrir framtíðina?
Veiða meira

Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
19+ tímar á Hilton, fullur veitingastaður og veislur í gangi, uppvaskararnir löbbuðu út um 9 leytið og við strákarnir tókum höggið eftir vakt, hef aldrei séð svona mikið uppvask á ævinni, fæ ennþá martraðir.

Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Alltaf brjálað að gera hjá ofninum.

Besti matur sem þú hefur smakkað?
Mielcke & Hurtigkarl fannst mér frábært og Mathias Dahlgren líka.

Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Bruggari.

Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Pétur Þórðarsson, af því að hann er legend.

Fleiri pistlar hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið