Vertu memm

Keppni

Tvö Íslandsmót í kaffigreinum haldin næstkomandi helgi

Birting:

þann

Kaffibaunir

Kaffihátíð á vegum Kaffibarþjónafélagsins, Expert og Chaqwa á Íslandi verður haldin laugardaginn 23. febrúar.

Meðal dagskrárliða á kaffihátíðinni eru tvö Íslandsmót í kaffigreinum: Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð.

Sigurvegarar á Íslandsmótunum öðlast réttinn til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna, sem verður haldið í Boston í apríl nk.

Á Kaffihátíðinni verður einnig hægt að kynna sér starfsemi ýmissa kaffifyrirtækja, hægt verður að smakka kaffi frá ólíkum kaffibrennslum og fræðsla af ýmsu tagi verður inn á milli þess sem keppendur stíga á svið.

Kaffihátíðin er haldin í húsakynnum Expert í Draghálsi 18-26 og stendur yfir frá kl. 12 til 17.

Nánari upplýsingar má finna á facebook-síðu Kaffibarþjónafélagsins. Frír aðgangur er á hátíðina, opin almenningi jafnt sem fagfólki.

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið