Keppni
Tvö Íslandsmót í kaffigreinum haldin næstkomandi helgi
Kaffihátíð á vegum Kaffibarþjónafélagsins, Expert og Chaqwa á Íslandi verður haldin laugardaginn 23. febrúar.
Meðal dagskrárliða á kaffihátíðinni eru tvö Íslandsmót í kaffigreinum: Íslandsmót kaffibarþjóna og Íslandsmót í kaffigerð.
Sigurvegarar á Íslandsmótunum öðlast réttinn til að keppa fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna, sem verður haldið í Boston í apríl nk.
Á Kaffihátíðinni verður einnig hægt að kynna sér starfsemi ýmissa kaffifyrirtækja, hægt verður að smakka kaffi frá ólíkum kaffibrennslum og fræðsla af ýmsu tagi verður inn á milli þess sem keppendur stíga á svið.
Kaffihátíðin er haldin í húsakynnum Expert í Draghálsi 18-26 og stendur yfir frá kl. 12 til 17.
Nánari upplýsingar má finna á facebook-síðu Kaffibarþjónafélagsins. Frír aðgangur er á hátíðina, opin almenningi jafnt sem fagfólki.
Mynd: úr safni
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup






