Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á Holta/Kjörfuglskjúklingi vegna gruns um salmonellu sem fannst í reglubundinni sýnatöku við slátrun.
Reykjagarður, sem framleiðir vöruna, hefur innkallað hana af markaði.
Viðvörunin/innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls
- Vöruheiti: Ýmis
- Rekjanleikanúmer: 005-18-84-3-01
- Framleiðandi: Reykjagarður
- Dreifing: Verslun Krónunnar í Vallakór, Granda, Bíldshöfða, Háholti og Lindum. Verslanir Hagkaupa í Spönginni, Akureyri, Eiðistorgi, Akrabraut og Flatahrauni. Costco, verslanir Nettó í Hafnarfirði og verslanir Iceland í Engihjalla, Hafnarfirði og Vesturbergi.
Neytendum sem hafa keypt kjúklinga með þessu lotunúmeri er bent á að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1. 110 Reykjavík.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag