Frétt
Grunur um salmonellu í kjúklingi
Matvælastofnun varar við neyslu á Holta/Kjörfuglskjúklingi vegna gruns um salmonellu sem fannst í reglubundinni sýnatöku við slátrun.
Reykjagarður, sem framleiðir vöruna, hefur innkallað hana af markaði.
Viðvörunin/innköllunin á einungis við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Kjúklingurinn er seldur undir merkjum Holta og Kjörfugls
- Vöruheiti: Ýmis
- Rekjanleikanúmer: 005-18-84-3-01
- Framleiðandi: Reykjagarður
- Dreifing: Verslun Krónunnar í Vallakór, Granda, Bíldshöfða, Háholti og Lindum. Verslanir Hagkaupa í Spönginni, Akureyri, Eiðistorgi, Akrabraut og Flatahrauni. Costco, verslanir Nettó í Hafnarfirði og verslanir Iceland í Engihjalla, Hafnarfirði og Vesturbergi.
Neytendum sem hafa keypt kjúklinga með þessu lotunúmeri er bent á að skila vörunni til viðkomandi verslunar eða beint til Reykjagarðs að Fosshálsi 1. 110 Reykjavík.
Mynd: úr safni
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa






