Smári Valtýr Sæbjörnsson
Stjórn Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara fundar á Íslandi

F.v. Conny Andersson frá Svíþjóð, Dennis Rafn frá Danmörku, Hafliði Halldórsson og Andreas Jacobsen frá Íslandi, Elisabeth Bryne og Kristine Hartviksen frá Noregi, Ulla Liukkonen frá Finnlandi, Uffe Nielsen frá Danmörku, Magdalena Lilja frá Svíþjóð og Jukka Moilanen frá Finnlandi.
Fulltrúar matreiðslumeistara allra Norðurlandanna sem skipa stjórn Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara (NKF – Nordisk Kokkenchef Fédération) eru staddir á Íslandi þessa helgina til að ráða ráðum sínum varðandi stöðu matreiðslufagsins á Norðurlöndunum. Meðal annars er verið að skipuleggja sameiginlegt Norrænt kvöld sem verður á alþjóðlegri ráðstefnu matreiðslumeistara í Stavanger 2014 þar sem hvert Norðurlandanna leggur til hráefni og kokka frá sínu landi fyrir um 2.000 gesti.
NKF sem var stofnað 1939 eru fjölmenn samtök um 6.000 matreiðslumeistara. Þeim er ætlað að vera vettvangur til að vinna að framgangi matreiðslufagsins á Norðurlöndunum og miðla þannig af þekkingu og reynslu fagfólks milli landanna allra. Meðal stærri verkefna samtakanna er val á Matreiðslumeistara Norðurlandanna sem fram fer í Herning í Danmörku á næsta ári, auk þess er samtökunum ætlað að vera rödd Norðurlandanna í Alþjóðasamtökum matreiðslumeistara. Norðurlöndin hafa í gegnum tíðina náð góðum árangri í alþjóðlegum matreiðslukeppnum enda mikill metnaður samtakanna að fagmenn þeirra taki þátt og sýni það sem Norðurlöndin hafa fram að færa í ný-norrænu eldhúsi. Stjórn NKF verður viðstödd styrktarkvöldverð Kokkalandsliðsins sem haldinn er í Bláa lóninu í kvöld, segir í fréttatilkynningu.
Mynd: aðsend
![]()
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles





