Vertu memm

Frétt

FÆÐA/FOOD kemur út í þriðja sinn

Birting:

þann

Tímaritið FÆÐA/FOOD

Samsett mynd.
Forsíðumynd Fæða/Food 2018 sem tekin var af Sögu Sigurðardóttir. Myndin er hluti af listrænu samstarfi hennar og kokksins Kjartans Óla Guðmundsdóttir, Ýsa á áttunda áratugnum, sem má sjá í blaðinu. Forsíðumynd kaffikaflans og aðrar myndir eru opnur úr blaðinu.

Sérritið árlega FÆÐA/FOOD 2018 er komið út en það er eins og áður sneisafullt af umfjöllunum um íslenska matarmenningu í víðu og frumlegu samhengi. Þetta er í þriðja skiptið sem FÆÐA/FOOD kemur út en það er gefið út af sjálfstæðu útgáfunni Í boði náttúrunnar. Blaðið er bæði á íslensku og ensku.

Gestaritstjóri að þessu sinni er Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís og stofnandi og fyrrverandi eigandi bændamarkaðarins Frú Laugu.

Efnistök ritsins eru fjölbreytt en sjálfbærni í kringum mat og matarmenningu er það sem Rakel leggur sérstaka áherslu á.

Blaðið inniheldur m.a.:

  • Viðtal við kokkinn Rúnar Marvinsson
  • umfjöllun um íslensk fjallagrös
  • viðtal við eigendur elstu veitingastaða Reykjavíkur
  • umfjöllun um íslensku pylsuna
  • viðtal við 101 árs Íslending um hennar matarvenjur í gegnum árin og listrænt samstarf ljósmyndarans Sögu Sigurðardóttur og kokksins Kjartans Óla Guðmundssonar, en forsíðumyndin að þessu sinni kemur úr því samstarfi.

Þá er sérstakur kaffikafli þar sem má m.a. sjá umfjöllun um íslenska kaffimenningu hér áður fyrr, hvernig best sé að spá í bolla, örnámskeið í froðugerð og viðtal við kaffigúrúinn Sonju Björk Grant. Í tilefni þessarar þriðju útgáfu af FÆÐA/FOOD hefur jafnframt verið opnuð sérstök vefsíða fyrir blaðið, bæði á íslensku og ensku á vefslóðinni: www.icelandicfood.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið