Uppskriftir
Vanillusoðnar Plómur með Vanillurjómaís
Fyrir 4
Hráefni
9 plómur vel stífar
½ bolli hrásykur
Börkur af appelsínu bara ysta lagið
Safi úr einni appelsínu
1 peli vatn
1 Vanillustöng
Ísinn
1 heilt egg
1 eggjarauða
50 gr flórsykur
1 peli rjómi
Vanilludropar
Aðferð
Byrjið á að laga ísinn, þeytið rjómann og setjið í kæli. Þeytið eggin og sykurinn saman þar til hægt er að snúa skálinni við og ekkert fellur úr.
Blandið massanum og rjómanum saman varlega bætið vanilludropum út í eftir smekk og hafið í huga þegar ísinn frýs þá dofnar bragðið, setið í form og frystið, þetta er best að gera daginn áður.
Takið níundu plómuna og smakkið, til að vita hvort hún er sæt eða súr því sykurmagnið ræðst af því.
Setjið í pott vatnið vanillustöngina sem hefur verið klofin í tvennt, sykurinn, appelsínusafann og börkinn og látið suðuna koma upp, skolið vel plómurnar og skerið í tvennt og fjærlægið steininn og setjið út í vökvann og sjóðið þar til plómurnar eru mjúkar.
Berið fram strax með ísnum.
Höfundur: Sverrir Halldórsson matreiðslumeistari
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu






