Uppskriftir
Vanillusoðnar Plómur með Vanillurjómaís
Fyrir 4
Hráefni
9 plómur vel stífar
½ bolli hrásykur
Börkur af appelsínu bara ysta lagið
Safi úr einni appelsínu
1 peli vatn
1 Vanillustöng
Ísinn
1 heilt egg
1 eggjarauða
50 gr flórsykur
1 peli rjómi
Vanilludropar
Aðferð
Byrjið á að laga ísinn, þeytið rjómann og setjið í kæli. Þeytið eggin og sykurinn saman þar til hægt er að snúa skálinni við og ekkert fellur úr.
Blandið massanum og rjómanum saman varlega bætið vanilludropum út í eftir smekk og hafið í huga þegar ísinn frýs þá dofnar bragðið, setið í form og frystið, þetta er best að gera daginn áður.
Takið níundu plómuna og smakkið, til að vita hvort hún er sæt eða súr því sykurmagnið ræðst af því.
Setjið í pott vatnið vanillustöngina sem hefur verið klofin í tvennt, sykurinn, appelsínusafann og börkinn og látið suðuna koma upp, skolið vel plómurnar og skerið í tvennt og fjærlægið steininn og setjið út í vökvann og sjóðið þar til plómurnar eru mjúkar.
Berið fram strax með ísnum.
Höfundur: Sverrir Halldórsson matreiðslumeistari

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér