Frétt
Instagram mynd október mánaðar | Rúmlega 120 myndir í október með myllumerkinu #veitingageirinn

Ægir Friðriksson og Einar Hjaltason matreiðslumenn.
Ægir og Einar eru góðir félagar og upp á gamanið tóku þeir eina vakt saman í eldhúsinu, en þetta kvöld var boðið upp á villibráð.
Instagram myndin sem vakti mesta athygli okkar í október er frá Einari Hjaltasyni (@einsihj) matreiðslumanni og eiganda Von mathúsi í Hafnarfirði.
Myndin er í takt við það sem veitingageirinn.is fjallar hvað mest um, en það er að sýna á bak við tjöldin í veitingabransanum.
Til gamans má geta að rúmlega 120 myndir birtust á forsíðunni í október með myllumerkinu #veitingageirinn.
Notið myllumerkið #veitingageirinn á Instagram myndirnar ykkar og þær birtast sjálfkrafa fyrir miðju á forsíðunni.
Með fylgir matseðilinn frá villibráðahelginni á Von sem haldin var 5. og 6. október s.l.
Deili:
Hreindýra lifrarparfait
Grafinn villtur lax
Hreindýra tartar
Pikklaðar kantarellur
Sultuð aðalbláber
Piparrótar sýrður rjómi
Grillað brauð
Milli:
Villibráðar súpa m/
Gæsalærum, hreindýrahjarta, villtum sveppum og rjóma
Aðal:
Gæsabringur og hreindýra bolla (faggotts)
M/ sellerírót, rauðvíns peru, valhnetum og gæsa soðgljáa
Eftir:
Bakað epli m/
Smjördeigi, heslihnetuparfait og karmellu
Mynd: Instagram / @einsihj

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars