Keppni
Keppendum á Evrópumóti iðn- og verkgreina fagnað í Ráðherrabústaðnum
Móttaka var haldin fyrir fulltrúa Íslands á Evrópukeppni iðn- og verkgreina, (e. EuroSkills), sem fram fór í Búdapest á dögunum. Íslensku keppendurnir átta ásamt skipuleggjendum, þjálfurum og gestum komu saman í Ráðherrabústaðnum í dag þar sem Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra færði þeim þakkir og afhenti þátttökuviðurkenningar.
„Ég óska þátttakendunum hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur á mótinu. Keppni af þessu tagi er til þess fallin að auka metnað og skapa góð tengsl og ég efa ekki að reynsla þeirra af þátttökunni hefur verið bæði gefandi og skemmtileg.
Iðnmenntun skiptir okkar samfélag afar miklu og á undanförnum misserum höfum við beitt okkur fyrir því að fjölga nemendum í iðnnámi ásamt því að auka aðgengi og áhuga á fjölbreyttu starfs- og verknámi.
Fagmennska íslensku keppendanna er öðrum fyrirmynd og innblástur til góðra verka,“
sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Sjá einnig: Úrslit í EuroSkills
Íslensku keppendurnir kepptu í trésmíði, grafískri miðlun, málmsuðu, rafvirkjun, bakstri, framreiðslu, rafeindavirkjun og matreiðslu. Undirbúningur þeirra hófst strax í vor þegar þátttakendur voru valdir og handleiðsla þeirra hjá þjálfara hófst. Íslendingarnir stóðu sig afar vel á mótinu og hlaut Ásbjörn Eðvaldsson, rafeindavirki, silfurverðlaun á mótinu. Íslenski hópurinn fékk þrjár viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur en viðmiðunarmörk til að ná því eru 700 stig.
Haraldur Örn Arnarson prentsmiður hlaut 704 stig og varð í 6. sæti af 14 keppendum, Jón Þór Einarsson rafvirki hlaut 700 stig og varð í 8. sæti af 15 keppendum og Kristinn Gísli Jónsson matreiðslumaður hlaut einnig 700 stig og varð í 10.-12. sæti af 23 keppendum. Auk þess kepptu Finnur Ingi Harrýsson í málmsuðu, Sigurður Borgar Ólafsson í framreiðslu, Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir í bakstri og Þröstur Kárason í trésmíði.
Mynd: stjornarradid.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars