Vertu memm

Frétt

Frábært tækifæri fyrir matarfrumkvöðla

Birting:

þann

Nordic Kitchen

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Nordic Kitchen, nýtt norrænt samstarfsverkefni. Í haust mun Nordic Kitchen standa fyrir tveggja daga vinnusmiðjum í Helsinki, Reykjavík og Stokkhólmi þar sem einstaklingar með matartengdar viðskiptahugmyndir fá tækifæri til þess að þróa þær áfram í faglegu umhverfi og undir leiðsögn bransatengdra aðila, þeim að kostnaðarlausu. Á vinnusmiðjunni fá þátttakendur leiðsögn í framleiðslu, umgjörð og umbúðum, markaðssetningu og öðru sem lítur að því að koma nýrri matartengdri hugmynd á markað. Allir með hugmyndir að nýrri matartengdri vöru, -þjónustu, -tækni eða veitingarekstri eru hvattir til þess að sækja um.

Norræn matarmenning hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum með aukinni kröfu um sjálfbærni, fullnýtingu og lágmörkun á matarsóun. Þá hefur matarvögnum, „pop-up mörkuðum“ og mathöllum farið fjölgandi. Slíkir matarvagnar og -markaðir bjóða takmarkaða aðstöðu til vöruþróunar og stækkunar og eru oft þess eðlis að vera opnir í afmarkaðan tíma sem gerir frumkvöðlum erfitt fyrir að þróa hugmyndir sínar.

Markmið Nordic Kitchen er að prufa hugmyndina um samnýtt vinnslueldhús fyrir matarfrumkvöðla þar sem fleiri en einn geta unnið samtímis að þróun sinna verkefna. Þetta fyrirkomulag hefur gefið góða raun í Bandaríkjunum og má finna fjölmörg dæmi um matvæli sem komust á markað fyrir tilstilli slíkrar aðstöðu.

Með því að bjóða matarfrumkvöðlum tækifæri til að prufa hugmyndir sínar og koma þeim á markað með meiri kostnaðarhagræðingu, aukast líkurnar á bættu vöruúrvali á markaði og á að hugmyndin vaxi og dafni. Þannig munu samnýtt vinnslueldhús hámarka nýtingu á aðstöðu og lágmarka kostnað fyrir alla.

Nordic Kitchen er samstarfsverkefni Sweden Food Tech í Svíþjóð, Arctic Startup í Finnlandi og Michelsen Konfekt á Íslandi, styrkt af Rising North.

Umsóknarfrestur er til og með 14. október næstkomandi. Opið er fyrir umsóknir á nordickitchen.tech

Dagsetningarnar eru eftirfarandi:

Helsinki: 26.- 27. október

Reykjavík: 2.-3. nóvember

Stokkhólmur: 9.-10. nóvember

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið