Freisting
Franskir kokkar vilja lægri virðisaukaskatt
Nokkrir tugir kokka og matgæðinga frá Frakklandi mótmæltu fyrir stuttu fyrir utan fundarstað leiðtoga Evrópusambandsins, ESB, í Brussel. Þeir krefjast þess að leiðtogarnir komist að samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á veitingahús í Frakklandi. Kokkarnir, sem eru andstæðingar skyndibitastaða, sem njóta skattaafsláttar, vona að með lækkun virðisaukaskatts muni gestafjöldi aukast á betri veitingahúsum.
Embættismenn ESB segja að ef leiðtogarnir komast að samkomulagi um langtímafjárlög sambandsins, sem harðast er deilt um á fundinum, þá muni einnig verða samþykkt að lækka virðisaukaskatt á veitingahús.
Nái hugmyndir frönsku kokkanna fram að ganga lækkar virðisaukaskattur veitingahúsa úr 19,6% í 5,5%.
Talið er að um 3.000 kokkar á betri veitingastöðum missi vinnuna á ári hverju í Frakklandi vegna sívaxandi vinsælda skyndibitastaða, en þar verða til jafn mörg störf og glatast í veitingahúsageiranum.
Greint frá á Mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður