Freisting
Franskir kokkar vilja lægri virðisaukaskatt
Nokkrir tugir kokka og matgæðinga frá Frakklandi mótmæltu fyrir stuttu fyrir utan fundarstað leiðtoga Evrópusambandsins, ESB, í Brussel. Þeir krefjast þess að leiðtogarnir komist að samkomulagi um að lækka virðisaukaskatt á veitingahús í Frakklandi. Kokkarnir, sem eru andstæðingar skyndibitastaða, sem njóta skattaafsláttar, vona að með lækkun virðisaukaskatts muni gestafjöldi aukast á betri veitingahúsum.
Embættismenn ESB segja að ef leiðtogarnir komast að samkomulagi um langtímafjárlög sambandsins, sem harðast er deilt um á fundinum, þá muni einnig verða samþykkt að lækka virðisaukaskatt á veitingahús.
Nái hugmyndir frönsku kokkanna fram að ganga lækkar virðisaukaskattur veitingahúsa úr 19,6% í 5,5%.
Talið er að um 3.000 kokkar á betri veitingastöðum missi vinnuna á ári hverju í Frakklandi vegna sívaxandi vinsælda skyndibitastaða, en þar verða til jafn mörg störf og glatast í veitingahúsageiranum.
Greint frá á Mbl.is
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar5 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta6 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn1 dagur síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Keppni7 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn1 dagur síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt





