Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Nýr veitingastaður stimplar sig inn rækilega í veitingaflóru Reykjavíkur

Birting:

þann

Reykjavik Meat

Reykjavík Meat er nýr staður sem opnaði nú á dögunum í miðbæ Reykjavíkur við Frakkarstíg 8.  Víðsvegar um samfélagsmiðla er hægt að lesa um Reykjavík Meat sem fólk hefur lýst yfir mikilli ánægju um veitingastaðinn.

Fréttamaður veitingageirans hefur rætt við þó nokkuð marga fagmenn sem hafa farið út að borða á Reykjavík Meat og allir hafa verið himinlifandi, bæði yfir matnum og þjónustu.

Reykjavik Meat

Nýr staður byggður á 50 ára sameiginlegri reynslu

Þó staðurinn sé nýr þá er gríðarleg reynsla á bak við veitingastaðinn, en eigendur Reykjavík Meat eru þau Stefán Magnússon, Hanna Kristín Eyjólfsdóttir og Guðmundur Víðir Víðisson matreiðslumenn og Ásta Steina Skúladóttir og Almar Yngvi Garðarsson framreiðslumenn og standa þau öll vaktina í eldhúsi og sal.

Hanna Kristín útskrifaðist sem matreiðslumeistari núna í desember 2017 og er þ.a.l. nemaleyfi á Reykjavík Meat.

Stefán, Hanna og Guðmundur hafa unnið lengi saman, en öll eiga það sameiginlegt að hafa byrjað matreiðsluferilinn sinn á Argentínu steikhúsi, Stefán byrjaði að læra árið 2000, Guðmundur árið 2001 og Hanna árið 2005, sameiginlega hafa þau næstum 50 ára reynslu að baki. Leiðir allra þriggja hafa leitt mikið saman gegnum árið, mörg ár á Argentínu steikhús, svo aftur þegar Stefán var yfirmatreiðslumaður og hlutaeigandi á Vegamótum og Austur steikhús, og svo núna aftur á Mathúsi Garðabæjar og Nú Asian fusion þar sem Stefán er eigandi þessa beggja veitingastaða.

Vídeó

Bæði Guðmundur og Hanna hafa unnið um nokkuð skeið í erlendis, Guðmundur flutti til Noregs árið 2011, var fyrst á skíða resort en flutti svo til Þrándheims 2012 þar sem hann tók við sem yfirmatreiðslumaður á Graffi grill sem er einn vinsælasta steikarhús þar í bæ. Hanna flutti til Danmerkur árið 2010 vann bæði í Kaupmannahöfn og Álaborg og flutti svo til Þrándheims í Noregi 2013 þar sem hún vann sem aðstoðaryfirkokkur en tók svo við yfirmatreiðslu-stöðunni af Guðmundi þar sem hann tók við veisluþjónustu og vinnslu veitingastaðarins.

Leiðir þeirra lágu saman fyrst þegar þau störfuðu saman á Argentínu Steikhús fyrir 13 árum, og hafa þau unnið saman reglulega á stöðum eins og Vegamótum, Austur og Mathúsi Garðabæjar. Þeim hefur lengi langað að opna alvöru steikhús saman en sökum annarra verkefna þá hefur þessi hugmynd fengið að bíða, þar sem öll eru þau metnaðarfull og vildu vanda til verka ef þessi hugmynd yrði að veruleika.

Almar Yngvi og Ásta Steina útskrifuðust bæði frá Hilton Reykjavík Nordica árið 2015 sem framreiðslumenn og hafa þau vel og lengi hugsað sér að opna veitingastað og fengu þau tækiæri til að aðstoða Stefáni við opnun á steikhúsinu. Ásta Steina hóf nám við hagfræði við Háskóla Íslands og hefur Almar unnið á Mathúsi garðabæjar síðan haustið 2017.

Reykjavik Meat

Reykjavik Meat

Hugmynd verður að veruleika

Þegar Stefáni bauðst einstakt húsnæði fyrir um tveim árum þá var ekki annað hægt en að láta þennan gamla draum verða að veruleika. Hefur þríeykið þróað matseðil og útfært hugmyndina saman síðustu tvö ár.

Óvæntur liðsauki

Þegar þau fóru af stað að leita að rétta grillinu, þá bauðst þeim að fá grill sem er einstakt á Íslandi, en það er viðargrillið sem heitir wood show broiler og er framleit af J&R manu factoring í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta grill sinnar tegundar á Íslandi.

Vídeó

Stórt kjöt úrval

Fyrir opnun Reykjavík Meta fór þríleikið til Danmerkur þar sem að þau fóru með starfsmönnum frá OJ&K og Sælkeradreifingu til Slagelse til að skoða kjötvinnslu sem heitir JN meat International, en þeir unnu til verðlauna fyrir kjötið sitt í London (04.07.17) World steak challenge.

Gull fyrir Freygaard-Sashi Ribeyið sitt, brons fyrir Striploin og silfur fyrir nautalundina allt í sama flokki.

Kjötið hjá þeim kallast Evróskt og er frá Finnlandi, Pólandi og part af Þýskalandi, það er kallað Sashi sem þýðir Marmari sem er tileinkað fitusprengt kjöti, þeir flokka kjötið sitt eftir númerum frá 1 upp í 12 í fitusprengingu.

Reykjavík Meat er eitt af að þeim fyrstu veitingahúsum til að koma með þetta frábæra kjöt á markaðinn á Íslandi.

Reykjavík Meat mun einnig vera með gott úrval af íslensku nautakjöti og að auki er í boði grænmetis-, og vegan réttir.

Yfirkokkur á Reykjavík Meat er Víðir Erlingsson og Almar Yngvi er yfirþjónn.

Mikið úrval af léttvínum – Yfir 200 tegundir

Á Reykjavik Meat er lagt mikill metnaður í val á vínum og hefur Almar veitingastjóri sérvalið vín sem veitingastaðurinn er með. Í hjarta staðarins er vínherbergið, þar sem boðið er upp á yfir 200 tegundir af léttvínum, sem gefur þann mikla möguleika á að para saman vín við matseðilinn hverju sinni.  Gott úrval af bjór er í boði á Reykjavik Meat.

Sjá vínseðilinn  hér.

Myndir og vídeó: aðsent

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið