Keppni
Sigurður Már frá Strikinu sigraði nemakeppnina
Í gær var haldin nemakeppni milli matreiðslunema á veitingastöðum á Akureyri á sýningunni Matur-inn 2013 og þemað var “Eldað úr firðinum”. Grunnhráefnið var þorskhnakki, rófur, gulrætur, kartöflur, hvítkál, hnúðkál og bjór.
Það var Sigurður Már Harðarson frá Strikinu sem sigraði keppnina og að launum fékk hann skurðarbretti, hníf og gjafakörfu frá Kjarnafæði. Þar að auki fengu allir keppendur gistingu og jólahlaðborð fyrir tvo á Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði.
Glæsileg keppni og upprennandi matreiðslumenn hér á ferð, en þeir sem kepptu voru:
- Sigurður Már Harðarson – Strikið
- Sara Þorgilsdóttir – Bautinn
- Arnar Ingi Magnússon – Greifinn
- Einar Gauti Helgason – Bautinn
- Hermann Guðmundsson – Hótel KEA
- Jónas Jóhannsson – Rub 23
Það var Klúbbur Matreiðslumeistara Norðurlands sem á allan veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd á keppnunum sem haldnar voru á sýningunni Matur-inn 2013, en þær voru súpukeppni, Dömulegi eftirrétturinn og nemakeppnina.
![]()
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?







































