Vertu memm

Keppni

Ingibjörg Ringsted sigraði keppnina Dömulegur eftirréttur

Birting:

þann

ingibjorg

Ingibjörg ánægð með sigurinn

Ingibjörg Ringsted framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri sigraði keppnina Dömulegur eftirréttur sem haldin var á sýningunni Matur-inn 2013 í gær. Sýningin hófst á föstudaginn síðastliðinn í Íþróttahöllinni á Akureyri og lauk í gær og voru sýnendur um 30 talsins. Sýningin var haldin í sjötta sinn en hún er haldin á tveggja ára fresti, en síðast sóttu hana hátt í 15 þúsund manns á tveimur sýningardögum.

Eftirrétturinn hennar Ingibjargar

Eftirrétturinn hennar Ingibjargar

Ingibjörg gerði hvítsúkkulaðimús með súkkulaðiskrauti og hindberjabotni sem borið var fram í dessertglasi í keppninni Dömulegur eftirréttur, en uppskriftin verður birt hér á vefnum á næstu dögum.

Alls voru 6 keppendur en þær voru:

  • Guðrún Gísladóttir – Framkvæmdarstjóri Átaks
  • Ingibjörg Ringsted- Framkvæmdarstjóri Lostætis á Akureyri
  • Hrafnhildur E. Karlsdóttir- Hótelstjóri Hótels KEA
  • Vilborg Jóhannsdóttir – Eigandi tískuvörubúðarinnar Centro
  • Martha Óskarsdóttir – Verkefnastjóri eldvarnareftirlit hjá Slökkviliðinu
  • Jóna Jónsdóttir – Starfsmannastjóri Norðlenska
Dómarar að störfum.  Erfitt starf en einhver verður að sinna þessu.

Dómarar að störfum. Erfitt starf en einhver verður að sinna þessu.

F.v. Heimir Áskeirsson hjá Darra – Eyjabita á Grenivík, Ingvar Gíslason markaðsstjóri hjá Norðlenska ásamt meðlimum í Klúbbi Matreiðslumeistara þau Júlía Skarphéðinsdóttir og Örn Svarfdal

Í lok sýningar var uppboð á gjafakörfum frá sýnendum á sýningunni. Rúsínan í pylsuendanum var þegar matarboð fyrir 8 manns var boðið upp, þá ætlar Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi að koma í heimahús og elda 3ja rétta matarveislu og sjá um allan frágang. Var þessi veisla slegin til Darra – Eyjabita á Grenivík fyrir 210.000 kr. Norðlenska lagði sömu upphæð málefni liðs sem var Krabbameinsfélag Akureyrar og Nágrennis. Samtals safnaðist um 700.000 krónur til félagsins í uppboðinu.

 

/Kristinn

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið