Frétt
Vinna hafin við mótun matvælastefnu fyrir Ísland
Á Íslandi eru um margt kjöraðstæður til að framleiða matvörur af miklum gæðum – þökk sé hreinu vatni, jarðvegi og lofti, ríkulegu lífríki í hafinu, umhverfisvænum orkugjöfum og dýrmætri matarhefð.
Í fréttatilkynningu frá Stjórnarráði Íslands segir að mikil sóknarfæri eru til frekari verðmætasköpunar og hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sett á fót verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að móta matvælastefnu fyrir Ísland. Matvælastefnan skal liggja fyrir í árslok 2019. Með matvælastefnunni skulu fylgja tillögur að aðgerðaáætlun til innleiðingar stefnunnar fyrir íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi.
Verkefnisstjórnina skipa:
- Vala Pálsdóttir, formaður, skipuð af ráðherra
- Ingi Björn Sigurðsson, skipaður af ráðherra
- Ragnheiður Héðinsdóttir tilnefnd af Samtökum iðnaðarins
- Anna Guðmundsdóttir, tilnefnd af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
- Sigurður Eyþórsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
Verkefnastjórar koma frá Matís og auk þess mun Matarauður Íslands eiga áheyrnarfulltrúa.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að Ísland skuli vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs á alþjóðlegum mörkuðum. Þá beri að nýta tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi, þróa á lífhagkerfið enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.
Verkefnisstjórnin mun hafa eftirfarandi þætti að leiðarljósi við mótun matvælastefnunnar.
- Stuðla að sjálfbærri matvælaframleiðslu í gegnum virðiskeðjuna
- Bætt aðgengi að hollum matvælum með áherslu á lýðheilsu
- Nýsköpun, vöruþróun og virðissköpun í virðiskeðjunni
- Uppruna matvæla, merkingar og matvæla öryggi
- Aðgengi að upplýsingum og gegnsæi
- Mikilvægi þess að draga úr matarsóun
- Samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði