Frétt
Endurbætur á bragganum í Nauthólsvík og Hlemmi mathöll fara langt fram úr kostnaðaráætlun
Miklar sveiflur eru innan kostnaðarramma Reykjavíkurborgar eða 4 milljarðar af 20 milljarða fjárfestingaramma ársins.
Fundur borgarráðs var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur nú fyrir stuttu, en þar var lögð fram tillaga borgarstjóra um breytingar á fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar.
Einstakir liðir vekja athygli varðandi frávik sem snýr að veitingabransanum:
„Endurgerð braggans í Nauthólsvík var áætluð 158 milljónir en er nú 400 milljónir. Í upphaflegri áætlun frá árinu 2016 var gert ráð fyrir því að kostnaðurinn við að endurhanna Hlemm væri 99,8 milljónir kr. en heildarkostnaðurinn fór yfir 308 milljónir króna. Nú á að ráðstafa 25 m.kr. að auki til að unnt sé að ljúka endurbótum og lagfæringum á loftræstikerfi Hlemmi – mathöll.“ Að því er fram kemur í fundargerð borgarráðs Reykjavíkur 16. ágúst s.l.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði