Vertu memm

Markaðurinn

Fjórða súkkulaðið Ruby 47,3% frá Barry Callebaut

Birting:

þann

Ruby - Fjórða súkkulaðið frá Barry Callebaut

Sælkeradreifing hefur að undanförnu staðið í ströngu við undirbúning á komu Ruby, eða fjórða súkkulaðinu eins og það er kallað.

„Ég hef vitað af þessu í nokkur ár og fylgst grannt með. Belgíski framleiðandinn Barry Callebaut hefur verið að þróa þetta í töluverðan tíma“ segir Gunnlaugur Örn Valsson sölustjóri Sælkeradreifingu.

Ruby - Fjórða súkkulaðið frá Barry Callebaut

Hafliði Ragnarsson er sendiherra Barry Callebaut á Íslandi og mun því fá forskot á að framleiða og selja í sínum búðum Ruby 47,3% súkkulaði og reiknað er með að hann muni hefja sölu á súkkulaðinu núna í vikunni eða byrjun þeirrar næstu.

„Við Hafliði fórum til Kaupmannahafnar í byrjun júní á kynningu hjá Barry Callebaut á Ruby súkkulaðinu. Þar hittum við allar helstu súkkulaði stjörnur í Skandinavíu og það var gríðalega mikil spenna og tilhlökkun í loftinu þarna við að smakka Ruby. Þarna var búið að gera fullt af flottum molum, franskar makkarónur, smoothie ofl. til að smakka.“

Segir Gunnlaugur.

Ruby baunin er ræktuð í Brasilíu, Ivory Coast og Ecuador og hefur keim af rauðum berjum og ferskri sýru. Fyrir þá sem eru vanir að vinna með dökkt, mjólkur og hvítt súkkulaði þá er Ruby eitthvað alveg nýtt bragð fyrir mönnum og ótrúlegt hvernig það tónar með kryddum eins og Wasabi eða Kurkuma karrý, rósavíni, bjór, hnetum, Gorgonzola osti og með ávöxtum eins og mango, yuzu eða lime.

Það er munur á Ruby “Professional” súkkulaðinu og Ruby iðnaðar súkkulaðinu sem er mun ljósara og ekki með sama kakóinnihald .

„Sælkeradreifing mun hefja almenna sölu á “Professional” Ruby 47,3% í janúar á næsta ári, en þangað til verða menn bara að gera sér ferð til Hafliða og smakka“

segir Gunnlaugur hress.

 

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið