Frétt
Svona fór kokkaferðalagið til Malasíu fram | Ísland sjöunda besta þjóð heims

F.v. Bjarni Gunnar Kristinsson, Hafliði Halldórsson, Halldór Hafliðason, Lilja Baldursdóttir og Gabríel Kristinn Bjarnason
Eins og fram hefur komið þá kepptu feðgarnir Bjarni Gunnar Kristinsson og Gabríel Kristinn Bjarnason í Global Chefs Challange sem haldin var í borginni Kuala Lumpur í Malasíu 11. og 12. júlí s.l.
Úrslitin fóru svo þannig að í fyrsta sæti var Svíþjóð, í öðru Finnland og í þriðja sæti Noregur. Ísland lenti í 7. sæti en 18 þjóðir tóku þátt í keppninni.
Sjá einnig: Ísland í 7. sæti í Global Chefs Challange
Keppnin var haldin samhliða ráðstefnu Alheimssamtaka Matreiðslumanna. Ráðstefnan samanstendur af rúmlega 100 aðildarríkjum, leiðandi fyrirtækjum og fagmönnum í veitingabransanum, áhugafólki um matarlist, keppni og margt fleira.
Vídeó
Ásamt Bjarna og Gabríel voru með í för þau Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari, sonur Hafliða, Halldór Hafliðason og Lilja Baldursdóttir. Með fylgir myndband frá ferðinni, sjón er sögu ríkari:
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun