Vertu memm

Keppni

Keppa um besta Kokteilbar Stykkishólms um helgina

Birting:

þann

Cocktail Weekend" í Stykkishólmi 2018

Í dag hófst „Cocktail Weekend“ í Stykkishólmi sem stendur yfir í tvo daga, þ.e. 20. – 21. júlí.  Þátttakendur eru allir helstu veitingastaðir og barir bæjarins sem keppa um titilinn Kokteilbar Stykkishólms 2018.

Kokteilbar Stykkishólms 2017

Kokteilbar Stykkishólms 2017
F.v. Ívar Sindri Karvelsson (skipuleggjandi), Þorbergur Helgi Sæþórsson (Narfeyrarstofa) Kristinn Guðmundsson (Narfeyrarstofa), Margrét Björnsdóttir (Narfeyrarstofa), Benedikt Óskarsson (dómari), Jón Viðar Pálsson (skipuleggjandi)

Í fyrra var það Narfeyrarstofa sem sigraði keppnina með drykkinn Frú Möller og hlaut þar með nafnbótina: Kokteilbar Stykkishólms 2017.

Sjá einnig: Narfeyrarstofa sigraði kokteilkeppnina í Stykkishólmi með drykkinn Frú Möller

Þátttakendur í ár eru:

  • Harbour Hostel
  • Hótel Egilsen
  • Fosshótel Stykkishólmur
  • Narfeyrarstofa
  • Sjávarpakkhúsið
  • Skúrinn

Staðirnir munu galdra fram dýrlega drykki sem verða á boðstólnum á góðu verði fyrir hátíðargesti. Vel valin dómnefnd mun einnig fara á milli staða og úrskurða sigurvegara helgarinnar á laugardagskvöldinu.

Mynd: facebook / Stykkishólmur Cocktail Weekend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið