Keppni
Keppa um besta Kokteilbar Stykkishólms um helgina
Í dag hófst „Cocktail Weekend“ í Stykkishólmi sem stendur yfir í tvo daga, þ.e. 20. – 21. júlí. Þátttakendur eru allir helstu veitingastaðir og barir bæjarins sem keppa um titilinn Kokteilbar Stykkishólms 2018.

Kokteilbar Stykkishólms 2017
F.v. Ívar Sindri Karvelsson (skipuleggjandi), Þorbergur Helgi Sæþórsson (Narfeyrarstofa) Kristinn Guðmundsson (Narfeyrarstofa), Margrét Björnsdóttir (Narfeyrarstofa), Benedikt Óskarsson (dómari), Jón Viðar Pálsson (skipuleggjandi)
Í fyrra var það Narfeyrarstofa sem sigraði keppnina með drykkinn Frú Möller og hlaut þar með nafnbótina: Kokteilbar Stykkishólms 2017.
Sjá einnig: Narfeyrarstofa sigraði kokteilkeppnina í Stykkishólmi með drykkinn Frú Möller
Þátttakendur í ár eru:
- Harbour Hostel
- Hótel Egilsen
- Fosshótel Stykkishólmur
- Narfeyrarstofa
- Sjávarpakkhúsið
- Skúrinn
Staðirnir munu galdra fram dýrlega drykki sem verða á boðstólnum á góðu verði fyrir hátíðargesti. Vel valin dómnefnd mun einnig fara á milli staða og úrskurða sigurvegara helgarinnar á laugardagskvöldinu.
Mynd: facebook / Stykkishólmur Cocktail Weekend
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar23 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






