Uppskriftir
Heimatilbúinn grillborgari
Höfundur meðfylgjandi uppskriftar er Daníel Pétur Baldursson matreiðslumaður. Daníel lærði fræðin sín á Hilton Reykjavík Nordica og útskrifaðist þaðan árið 2009. Eftir útskrift þróaði Daníel hæfileika sína á Vocal restaurant, Sigló Hótel og fleiri stöðum. Í dag starfar Daníel sem matreiðslumaður á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði, en hann er jafnframt eigandi staðarins.
Aðalréttur fyrir fjóra.
800 gr ungnautahakk
3 tsk hvítlauksduft
3 tsk paprikuduft
2 tsk timjan (þurrkað)
2-3 msk worchestersósa
4 stk rösti kartöflur
beikonsmurostur
kál (t.d. iceberg/jöklasalat)
tómatar
súrar gúrkur
tómatsósa
Kofoed´s sinnep
wasabi mayonnaise
4 hamborgarabrauð
Aðferð:
Blandið öllum þurrkryddunum saman við hakkið ásamt worchestersósunni og skiptið í fjóra 200 gr. hamborgara. Grillið borgarana og rösti kartöfluna og smyrjið beikonostinum á í lokin.
Raðið svo hamborgurunum saman. Athugið að áleggið og sósur sem nefndar eru í uppskriftinni eru einvörðungu hugmynd því hægt er að setja hvað sem hugurinn girnist á hamborgarana, beikon, egg ofl.
Myndir: Smári / Veitingageirinn.is

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Viltu opna þinn eigin veitingastað? – Við viljum heyra frá þér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni