Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Viðtal við Þórhildi Maríu Jónsdóttur, yfirmatreiðslumann Hótel Centrum

Birting:

þann

Þórhildur María Jónsdóttir

Þórhildur María Jónsdóttir

Hótel Reykjavík Centrum fékk á dögum viðurkenningu Þróunarfélags miðborgarinnar 2005 fyrir framlag til þróunar og uppbyggingar í miðborg Reykjavíkur. Það má sanni segja að eldhúsið í Hótel Centrum er einnig í þróun og skemmtilegar uppákomur spegla í matseðli hjá þeim. Fréttamaður hafði samband við Þórhildi Maríu Jónsdóttur, Yfirmatreiðslumann Hótel Centrum og lagði fyrir hana léttar spurningar um þróun eldhússins, en staðurinn opnaði 01. apríl 2005.

Þórhildur eða Tóta eins og hún er kölluð, kom út úr eldhúsinu og skimaði yfir salinn og spottaði mig í miðjum sal veitingastaðarins Fjalakattarins, en það var nú ekki erfitt, þar sem gamli uppgjafakokkurinn er sestur fyrir framan tölvuna við heimasíðugerð alla daga og hefur bætt á björgunarhringinn, enda ekki mikil hlaup í vinnunni hjá mér eins og tíðkast í eldhúsum. Tóta settist hjá mér glöð á svip enda hress og skemmtilegur kokkur og mjög hugmyndarík þegar kemur að uppsetningu á matseðli og framsetningu rétta.

Ég kastaði kveðju á hana og spurði í framhaldinu:

Mikið að gera?
Það hefur bara verið fínt að gera hjá okkur

Mikið bóka í jólaösinni?
Við tókum ekki þátt í jólahlaðborðsstemmingunni en vorum aftur á móti með jólaseðill sem kom vel út og ég held að það henti okkar stað vel

Hvernig gengur að fylla inn í Gamlárskvöld dinnerinn hjá ykkur?
Það var ákveðið að hafa lokað hérna á gamlárskvöld og við sendum okkar gesti upp á Grand hótel þar sem þeir bjóða upp á hið glæsilegasta hlaðborð þetta kvöld ásamt flugeldasýningu og brennuför.

Þið eruð með vínþjónasamtök Íslands í mat hjá ykkur á næstunni og þar ertu með skemmtilega útfærslu á 3ja rétta kvöldverði og má þar nefna Hangikjötstartar – Kengúrukjöt – Crépe Suzette, en það sem vakti forvitni mína að sjá Kengúrukjöt á seðlinum?
Kengúrukjötið er flutt inn með öllum þeim stimplum sem hrátt kjöt þarf að hafa. Það er alltaf svolítið spennandi að bjóða upp á eitthvað sem er ekki algengt og fólk borðar ekki oft. Kengúrukjötið er mjög meyrt og þarf mjög skamma eldun og væga.

Smá forvitni hjá mér, en hvernig verður samsetningin á Kengúrukjötsréttinum fyrir Vínaþjónasamtökin?
Þar sem bragðið af  kengúrukjöti er mjög milt, er nauðsynlegt að láta það njóta sín. Með kengúrukjötinu verður seljuróta rösti og madeirasósa.  Eigum við ekki að láta restina koma á óvart.

Að lokum, hvað verðurðu með í matinn hjá þér yfir hátíðirnar?
Það mun verða rjúpa á jólunum og elduð á gamla mátan og sósan númer eitt, það eru aldrei nein tilraunastarfsemi á þessum degi, bara það sem er skothelt.

Freisting.is þakkar Tótu fyrir þetta létta spjall og óskar henni gleðilegra jóla.

Þess bera að geta að Tóta er nýútskrifuð sem matreiðslumeistari, til hamingju með þennann merka áfanga.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið