Frétt
Slippurinn opnar fyrr en vanalega | Gísli: „Það verður mikið um náttúruvín og stuðla að enn betri sjálfbærni en áður..“
Sumarveitingastaður Slippurinn við höfnina í Vestmannaeyjum þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson og systir hans Indiana Auðunsdóttir ásamt fjölskyldu þeirra standa að baki, opnar 2. maí næstkomandi og er það fyrr en vanalega. Slippurinn hefur í gegnum árin opnað um miðjan maí.

Gísli bauð upp á þorsk klumbru á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara, 6. janúar 2018 s.l. sem verður nú fáanlegur á Slippnum í sumar.
Þorsk klumbra, hvannarkrem, villisveppa og beltisþaragljái
Mynd: Sigurjón Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari
Nokkrir nýir réttir verða á matseðlinum og má þar nefna sérstaklega réttinn þorsk klumbra með hvannarkremi, villisveppa og beltisþaragljáa.
„Við erum að byggja á grunninum sem við erum búin að skapa síðustu ár en alltaf að reyna að gera enn betur en áður. Það verður mikið um náttúruvín og stuðla að enn betri sjálfbærni en áður, alltaf að reyna að fara enn lengra í staðbundinni matargerð.“
Sagði Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari og eigandi, aðspurður um matseðilinn.
Metnaðarfullur veitingastaður eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi:
Mynd og vídeó: facebook / Slippurinn

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu