Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Myndir frá Norrænu nemakeppninni

Birting:

þann

Eins og greint hefur verið frá þá sigraði íslenska liðið í matreiðslu þeir Knútur Hreiðarson nemi á Holtinu og Stefán Hlynur Karlsson nemi á Fiskfélaginu, Norrænu nemakeppnina sem haldin var nú um helgina ásamt dönsku liðinu, en bæði liðin voru með 670 í heildarstig.  Andri Már Jónsson og Guðlaug Þóra Gunnarsdóttir nemar á Hótel Natura kepptu fyrir íslandshönd í framreiðslu og lentu þau í fjórða sætinu.

Þjálfarar í matreiðslu voru þeir Ari Þór Gunnarsson og Kjartan Marinó Kjartansson matreiðslumenn og þjálfari framreiðslunemanna var Hallgrímur Sæmundsson framreiðslumeistari.

Það var Sigurður Anton Ólafsson sem tók meðfylgjandi myndir og eru birtar hér með góðfúslegu leyfi hans.

Myndir: Sigurður Anton Ólafsson
/Smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið