Frétt
Leitað að þjóðlegum réttum Íslendinga
Matarauður Íslands og Hótel- og matvælaskólinn efna til hugmynda- og uppskriftasamkeppni um þjóðlega rétti við þjóðvegina okkar.
Kannski verður þín hugmynd á matseðli veitingastaða hringinn í kringum landið?
Það getur verið erfiðleikum bundið að skilgreina hvað sé þjóðlegur matur. Vissulega er hægt að leita til hefðanna og sagt sem svo: Þetta er þjóðlegt, þetta er íslenskt. Það er hins vegar hluti þess að lifa í samfélagi að taka hlutina til endurskoðunar öðru hverju og þróa í takt við tíðarandann, segir í tilkynningu.
Hótel- og matvælaskólinn eldar og reiðir fram 15 valda rétti úr innsendum hugmyndum fyrir dómnefnd. Fimm réttir standa síðan upp úr sem vinningsréttir. Veitingahús í kringum landið, velja einn af þeim 15 réttum sem komast í undanúrslit, á matseðilinn sinn í sumar.
Keppnin stendur til 1. maí næstkomandi. Hægt er að lesa nánar um samkeppnina og senda inn hefðbundnar og óhefðbundar hugmyndir í gömlum eða nýjum búningi á www.mataraudur.is.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






