Frétt
Erfiðleikar hjá Jamie Oliver’s Italian – Fyrirtækið skuldar milljarða
Hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie´s Italian sem er í eigu stjörnukokksins Jamie Oliver er í miklum vandræðum þessa dagana. Fyrirtækið skuldar nú 71.5 milljón punda og þar af 2.2 milljón punda í laun og önnur launatengt gjöld til starfsfólksins og stefnir í gjaldþrot, að því er fram kemur á fréttavef Daily Mail. Jamie Oliver hefur biðlað til eigendur á húsnæðum sem að veitingastaðirnir hans eru í að lækka leiguna, félagið skuldar tugi milljóna punda í yfirdráttum og lánum, skuldar birgjum háar upphæðir og eins og áður segir 2,2 milljónir punda í laun.
Í Bretlandi eru 25 Jamie´s Italian veitingastaðir og 28 erlendis og tilkynnt hefur að lokað verður fjölmörgum stöðum og um 450 starfsmenn komi til með að missa störf sín. Í fyrra lokaði Jamie Oliver sex veitingastaði.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni